fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Meint hetja afhjúpuð sem loddari í sláandi afhjúpun – Þóttist bjarga börnum undan mansali en stakk svo styrkjunum í vasann

Pressan
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum lögreglumaður, sem helgaði líf sitt því að bjarga börnum frá fátækt og mansali, hefur verið afhjúpaður sem lygari. Rannsókn File on 4 hjá BBC hefur leitt í ljós hvernig gífurlegra peninga var aflað í nafni góðgerðasamtaka sem á sama tíma nýttu sér neyð fátækra sem að selja styrktaraðilum lygina.

Loddarinn heitir Adam Whittington. Eftir að hafa starfað lengi sem lögreglumaður ákvað hann að snúa sér að því að bjarga börnum. Þetta fólst til að byrja með í því að endurheimta börn sem höfðu verið numin á brott frá Bretlandi af forsjárlausu foreldri. Síðar stofnaði hann samtökin Project Rescue Children (PRC) sem segist bjarga börnum undan mansali. Hafa samtökin haldið því fram að þau hafi bjargað rúmlega 700 börnum í löndum á borð við Úganda, Keníu og Gambíu. Rannsókn BBC sýnir þó að stór maðkur er í mysunni.

Komu af fjöllum

Blaðamaðurinn Hayley Mortimer fór að grafast fyrir um málefni PRC eftir að ásakanir birtust á samfélagsmiðlum í september. Þar stigu fram fyrrum fulltrúar og starfsmenn samtakanna sem sögðu Whittington ljúga til um björgunarafrek PRC. Samtökin hafi fengið mikinn pening í framlög frá styrktaraðilum en þessir peningar skili sér ekki á réttan stað.

Mortimer ferðaðist til Keníu og Gambíu og ætlaði þar að finna hjálparstöð sem PRC sagðist reka í löndunum. Í báðum tilvikum reyndist hjálparstöðin tilbúningur og það sem meira var þar hitti hann börn sem höfðu á vefsíðu PRC verið kynnt sem þolendur mansals eða munaðarleysingjar. Þessi börn áttu þó fjölskyldur, höfðu aldrei dvalið í hjálparstöð á vegum PRC og það sem meira var höfðu aldrei fengið nokkur framlög frá samtökunum þó að nafn þeirra og mynd væru notuð til að afla framlaga.

„Það særir mig djúpt að heyra að einhver er að nota mynd af börnunum mínum til að afla peninga sem eru ekki fyrir okkur,“ sagði maður einn í Úganda. Sá lifir við mikla fátækt  og höfðu myndir af syni hans verið notuð árum saman af PRC til að afla peninga þrátt fyrir að drengurinn hafi látið lífið árið 2020.

Reiddist þegar hún neitaði að skrifa undir þagnareið

Blaðamaður ræðir einnig við breskan áhrifavald sem starfaði fyrir PRC. Alex Betts sá um markaðsmál fyrir samtökin í Bretlandi og kom Whittington til hennar og bað hana að ættleiða með sér nýfædda stúlku sem PRC hefði bjargað frá manseljendum. Alex barðist fyrir því að fá litlu stúlkuna til Bretlands. Hún fór að stað með söfnun og ferðaðist meira að segja sjálf til Gambíu til að hitta stúlkuna.

Þegar Alex kom aftur til Bretlands var hún rekin með skömm eftir að hún neitaði að skrifa undir þagnareið sem kæmi í veg fyrir að hún tjáði sig um málefni PRC. Á þessum tíma vissi hún ekki hvers vegna þörf væri á slíku. Hún var svo rekin þegar hún neitaði að skrifa undir og í kjölfarið fór Whittington mikinn á samfélagsmiðlum og sakaði hana meðal annars um fíknisjúkdóm og að misnota hjálparstarfið til að afla sér fylgjenda.

Alex fór þá að rannsaka málið. Þá komst hún að því að myndin af nýfæddu stúlkunni sem Whittington hafði sýnt henni mánuðum áður var í raun mynd sem hafði verið deilt nokkrum árum fyrr í mæðrahóp á Facebook. Þegar blaðamaður BBC fór til Gambíu komst hann svo að því að litla stúlkan sem Alex hitti í Gambíu var í raun stúlka sem Whittington hafði fengið að láni í skiptum fyrir smá mat. Móðir stúlkunnar bjó við sárafátækt og litla stúlkan glímir við bakteríusýkingu í húð en móðir hennar getur ekki keypt lyf handa henni. Hún fékk aldrei að sjá krónu frá PRC.

Systursamtök PRC í Úganda, Make a Child Smile, greindu BBC frá því að af 25 milljónum sem var safnað fyrir byggingu hjálparstöðvar þar í landi skilaði sér aðeins helmingurinn sem kom í veg fyrir að hægt væri að hefja framkvæmdir. Whittington og PRC hafi sólundað restinni.

PRC neitar sök í svörum sínum til BBC en Whittington gaf ekki kost á viðtali.

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun BBC

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 1 viku

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 1 viku

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin