fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fréttir

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. júlí 2024 10:30

Apocalyptic scenery with ruins of a cit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það framtak verslunarkeðjunnar Costco að selja fötu með neyðarmáltíðum í Bandaríkjunum hefur vakið nokkra eftirtekt. „Heimsendafatan“, eins og netverjar uppnefna vöruna, inniheldur 132 máltíðir sem aðeins þarf vatn til að matreiða. Langur hillutími vörunnar er það sem gerir hana eftirtektarverða en matvælin sem í henni eru endast í allt að 25 ár.

Úrvalið er fjölbreytt en auk hvítra hrísgrjóna má meðal annars finna nokkrar tegundir af pasta, búðinga og ýmsar gerðir af súpum.

Í Bandaríkjum kostar fatan 99 dali eða rúmlega 13.500 krónur. Hafa netverjar meðal annars ýjað að því viðkvæmt pólitískt ástand í landinu sé ástæðan fyrir því að varan fór í sölu. Tilræðið við Donald Trump á dögunum gerði lítið til að bæla þær raddir.

Í svari Costco á Ísland við fyrirspurn DV kemur fram að ekki standi til, að svo stöddu, að bjóða upp á „heimsendafötuna“ hérlendis. Hins vegar gæti sú afstaða breyst ef að viðskiptavinir stórverslunarinnar sýna vörunni áhuga og greinanleg eftirspurn myndast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fréttir
Í gær

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu

Nuddarinn Guðbjartur sýknaður að beiðni saksóknara – Konan hafi reynt við hann og kært svo til lögreglu eftir að hann hafnaði henni og sleit meðferðarsambandinu
Fréttir
Í gær

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið

Neyðarleg rangfærsla á versta tíma og ráðuneytið svarar ekki spurningum um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“