fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 14:35

Ómar R. Valdimarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðanefnd lögmanna hefur slegið á fingur Ómars Valdimarssonar og áminnt hann vegna tölvupósta sem hann sendi dómara og dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur og 26 kollegum sínum. Í tölvupóstunum kvartaði hann undan því að dómarinn hefði ákvarðað of lága málsvarnarþóknun og sagðist þurfa segja upp starfsmanni vegna þess. Vísir greindi fyrst frá málinu.

Í úrskurðinum hafa nöfn helstu aðila verið afmáð en ljóst er að um Ómar er að ræða og að málið snýst um málsvarnarþóknun sem var ákvörðuð í Bankastrætis Club-málinu þar sem 27 lögfræðingar tóku til varna fyrir 27 sakborninga sína. Þar varði Ómar Alexander Mána Björnsson sem hlaut sex ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps.

Málið var gríðarlega umfangsmikið, réttarhöld voru háð í veislusal yfir heila viku og verjendur voru 27 talsins, jafnmargir og sakborningar.

Spurði hvern hann ætti að reka

Kemur fram að Ómar hafi farið fram á tæplega 14 milljónir króna í málsvarnarlaun en dómarinn ákveðið að 2/3 þeirrar upphæðar væri hæfilegt, 7,8 milljónir alls. Við þá ákvörðun var Ómar verulega ósáttur, sendi áðurnefndan tölvupóst til 28 aðila.

„Af þeim tíma sem varið var í málið, fæ ég 43,7% þeirra greidda. Restin er þá væntanlega hugsuð sem einhvers konar þegnskylduvinna fyrir ríkið? Nú er það svo, að ég rek litla lögmannsstofu sem er vinnustaður sex einstaklinga. Þau má sjá á heimasíðunni […]. Af þessu tilefni þarf ég að ákveða hvert þeirra ég á að reka fyrir jólin. Áttu kost á því að benda mér á þann starfsmann, sem best er til þess fallinn?“ spyr Ómar í póstinum.

Fáheyrð framkoma lögmanns á seinni tímum

Í úrskurðinum segir að af hálfu dómsins hafi því verið haldið fram að skeytasending af þessu tagi til dómara eftir uppsögu dóms, sé fáheyrð og engin önnur dæmi um slíka framkomu af hálfu lögmanns frá seinni tímum í það minnsta. Hljóti að koma til skoðunar hvort þessi sending sé í andstöðu við góða lögmanns­hætti og almenna kurteisi, sem og hvort hún feli í sér brot á siðareglum lögmanna.

Auk þess ætti Ómari að vera ljóst að öll samskipti við dómara, svo ekki sé talað um kýtur af ofangreindu tagi, eftir að dómur er kveðinn upp, séu með öllu þýðingarlaus enda sé úrlausn dóms bindandi fyrir dómara og hafi af hans hálfu verið rökstudd til hlítar í dómsforsendum.

Ítarlega er fjallað um úrskurðinn á vef Vísis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi