fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 10:30

Árásin átti sér stað í borginni Heraklion á grísku eyjunni Krít. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var á íslenska konu, kanadískan eiginmann hennar og tvo syni þeirra á bar í borginni Herkalkion á Krít. Voru þau öll flutt á spítala eftir árásina og lögregla rannsakar málið.

Grískir miðlar greina frá þessu.

Samkvæmt miðlinum Protothema var fjölskyldan að skemmta sér á bar þegar heimamenn réðust á þau. Hlutu þau slæm eymsl eftir högg, bæði á höfði og líkama og voru flutt á spítala með sjúkrabílum.

Konan er 41 árs og eiginmaður hennar 49. Synirnir eru 21 og 18 ára gamlir. Var konunni og sonum hennar veitt aðhlynning á spítalanum og svo útskrifuð en eiginmaðurinn er enn þá á Venizelio spítalanum.

Samkvæmt miðlinum Patris segir að árásarmennirnir hafi verið fjórir. Lögregla rannsaki nú málið og sé á góðri leið með að komast að því hverjir þeir eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést á Spáni

Pálmi Þór lést á Spáni
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Reyndi að finna sumarið, gekk ekki“

Vikan á Instagram – „Reyndi að finna sumarið, gekk ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku