fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskum karlmanni á sextugsaldri hefur verið birt fyrirkall og stefna í Lögbirtingablaðinu. Hefur fyrrverandi eiginkona hans höfðað mál á hendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem hún krefst þess að hann greiði sér 18 milljónir króna.

Samkvæmt stefnunni fær krafan stoð í fjárskiptasamningi sem hjónin fyrrverandi gerðu með sér er þau skildu að borði og sæng árið 2016. Átti maðurinn að greiða konunni 18 milljónir króna eigi síðar en 18 mánuðum eftir staðfestingu samningsins. En hann hefur ekki greitt kröfuna. Maðurinn segist búa á Spáni en hefur ekki þekkt heimilisfang þar. Hefur ekki tekist að birta honum stefnuna og er hún því samkvæmt lögum birt í Lögbirtingablaðinu.

Konan hefur lengi reynt að fá kröfuna greidda og er sú saga rakin í stefnuninni:

„Þann 28 desember 2021 var tekin fyrir og samþykkt kyrrsetningarbeiðni stefnanda í tilgreindum eigum stefnda. Stefnandi fékk útgefna réttarstefnu dags. 4. janúar 2022 sem birt var í Lögbirtingablaði þann 12. janúar 2022 og þingfest þann 15. febrúar 2022. Á þeim tíma hafði stefnandi ekki staðfestar upplýsingar um það hvar stefndi var staddur í heiminum og engar upplýsingar lágu fyrir eða bárust innan þess skamma frest sem stefnandi hafði til að þingfesta mál skv. ákvæðum kyrrsetningarlaga, sem staðfestu að stefndi væri á Spáni eins og grunur var um. Taldi stefnanda sér því óheimilt að birta stefnu skv. spænskum lögum þ.s. aðeins var grunur um að stefndi væri þar staddur en engar staðfestar upplýsingar. Þ.s. málið var rekið eftir reglum kyrrsetningarlaga hafði stefnandi aðeins knappan tíma til að afla upplýsinga um hvar stefnda væri að finna og taldi sér eiga engra annarra kosta völ en að birta stefnu í Lögbirtingablaði. Með úrskurði dags. 9. mars 2022 var málinu vísað frá án kröfu þ.s. dómur taldi víst að stefndi búi á Spáni og að stefnanda hafi borið að birta honum stefnu skv. þeim lögum sem þar gilda. Í kjölfarið var ný réttarstefna gefin út, hún þýdd og þess freistað að birta hana skv. spænskum lögum. Erfiðlega gekk að fá stefnuna þýdda. Mál var þingfest 6. september 2022 og fór á frest á meðan beðið var eftir því að spænsk yfirvöld upplýstu um afdrif stefnunnar. Vegna ákvarðana er vörðuðu stjórn Fer Fasteigna var þess freistað að dómtaka málið á grundvelli þess að stefna var einnig birt í Lögbirtingablaði og þeirri staðreynd að stefna var annaðhvort birt eður ey og væru öll skilyrði þess að dómtaka málið fullnægt. Var málinu engu að síður vísað frá dómi með úrskurði þann 19. júlí 2023. Aldrei fengust nokkrar upplýsingar um það að stefna hafi verið birt í málinu á Spáni og má því ætla að Spænsk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að birta stefnuna ellegar að stefndi eigi í reynd ekki heimili á Spáni.

Þann 2. október 2023 bárust stefnanda upplýsingar um að stefndi væri á landinu og freistaði stefnandi þess enn á ný að höfða málið honum á hendur. Var stefna birt honum og mál höfðað fyrir  Héraðsdóms Reykjavíkur. Þann 18. janúar 2024 var málinu vísað frá þ.s. það var höfðað í röngu varnarþingi en í samningi aðila kemur fram að höfða skuli mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Stefnandi höfðar nú málið enn á ný, nú í umsömdu varnaþingi.“

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 4. september næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Fréttir
Í gær

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Í gær

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom