fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Hundar fluttir í hitasjokki á dýraspítala á Akureyri – Einn nærri dauða en lífi

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 20:30

Loðnir ferfætlingar eru berskjaldaðir í miklum hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir hundar hafa komið í hitasjokki á Dýraspítalann í Lögmannshlíð á Akureyri undanfarna daga. Einn þeirra var nærri dauða en lífi.

Hundum getur stafað mikil hætta af ofhitnun og mikilvægt er að hundaeigendur séu á varðbergi þegar heitt er í veðri. Einnig að þeir þekki einkennin þegar hundur hitnar mikið.

„Hundar kæla sig eingöngu niður með tungunni/öndun. Þeir eru viðkvæmir fyrir hreyfingu í hita og stórhættulegt að skilja þá (og aðra ferfætlinga) eftir í lokuðum bíl í hlýju veðri,“ segir í færslu Dýraspítalans í Lögmannshlíð. „Rifa á glugga hefur ekkert að segja og stilla miðstöð á kælingu bregst. Hitinn í bílnum stígur hratt og dýrið er algjörlega bjargarlaust.“

Afar heitt hefur verið í veðri fyrir norðan og austan undanfarna daga og varar Dýraspítalinn hundaeigendur við þessu.

„Hundar sem ofhitna og standa á öndinni eftir hreyfingu eða leik í hita verður að kæla niður með vatni sem fyrst,“ segir í færslunni. „Ef um krampa er að ræða verður hundurinn að komast strax til dýralæknis samhliða kælingu (vefja hann t.d. með blautu handklæði). Það hafa komið til okkar nokkrir hundar í hitasjokki nú undanfarna daga og einn nær dauða en lífi.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurjón lætur útgerðarmenn heyra það – „Hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra“

Sigurjón lætur útgerðarmenn heyra það – „Hálfógeðfellt að fylgjast baráttuaðferðum þeirra“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Í gær

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til
Fréttir
Í gær

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband
Fréttir
Í gær

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík