Kvennalið Íslands er að vinna Pólland 1-0 þessa stundina en leikið er í undankeppni EM.
Ísland er búið að tryggja sér sæti í lokakeppni mótsins eftir frábæran sigur á Þýskalandi í síðustu umferð.
Pólsku sjónvarpsmennirnir virðast ekki alveg vera með allt á hreinu en Þorvalddur Ingimundarson hefur verið í sviðsljósinu í kvöld.
Þeir pólsku virðast halda að Þorvaldur sé þjálfari Íslands frekar en Þorsteinn Halldórsson sem já, stýrir liðinu.
Ansi skemmtilegt allt saman en myndband af þessu má sjá hér.
Steini eða Þorvaldur? Pólska ríkissjónvarpið þreytist ekki á að sýna Þróttarann geðuga Þorvald Ingimundarson í stað þjálfarans Þorsteins Halldórssonar. Er Þorvaldur kannski að stýra liðinu í dag? pic.twitter.com/QjL5JwnoKV
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 16, 2024