fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Vilhjálmur er með hugmynd um hvernig bjarga megi Akranesi en til þess þurfi hugrekki – „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nauðsynlegt að sveitarfélagið snúi vörn í sókn eftir ítrekuð áföll síðustu misseri. Akranes þarf hótel.

Vilhjálmur vekur athygli á þessu á Facebook. Vilhjálmur hefur undanfarið vakið athygli á þeim hamförum sem Akranes hefur þurft að þola í atvinnumálum. Búið sé að rústa öllum sjávarútveg svo ekki sé talað um áföll í hvalveiðum undanfarin ár. Nú síðast lýsti hátæknifyrirtækið Skaginn 3X yfir gjaldþroti. En Vilhjálmur er þó bjartsýnn að hægt sé að leita nýrra tækifæra fyrir sveitarfélagið.

„Það dylst engum Akurnesingi að atvinnuástandið hér á Akranesi er engan veginn ásættanlegt enda höfum við þurft að þola miklar hremmingar hvað atvinnulífið varðar á liðnum misserum og árum. Mitt mat er einfalt, við verðum að snúa vörn í sókn og efla af krafti gjaldeyrisskapandi störf innan okkar bæjarfélags.

Ég var nýverið bæði á Ísafirði og Húsavík og þar blómstrar mannlífið samhliða gríðarlegri aukningu á gjaldeyrisskapandi störfum tengdum ferðaþjónustunni. En grundvöllur þess að sveitarfélög geti tekið þátt í ævintýrinu í kringum ferðaþjónustuna er að hafa öflug hótel og gistingu á staðnum. Án hótels er útilokað að við Akurnesingar verðum þátttakendur hvað ferðaþjónustu varðar.
Við verðum að finna leiðir til að laða að fjárfesta til að reisa öflugt hótel hér á Akranesi og þar spila bæjaryfirvöld að mínu mati stórt hlutverk.“

Vilhjálmur telur að Akurnesingar þurfi nú að taka á honum stóra sínum til að laða að fjármagn svo þar megi rísa stórt og öflugt hótel. Bæjaryfirvöld geti tekið þátt í þessu með því að útvega lóð á kostaverði eða án endurgjalds.

„Ég tel að við Akurnesingar eigum að spila djarft til að finna áhugasama fjárfesta og ein leið í því er að auglýsa eftir alvöru fjárfestum til að reisa stórt og öflugt hótel hér á Akranesi og framlag bæjarins væri að útvega „fría“ lóð á góðum stað ásamt hugsanlegum öðrum ívilnunum.

Eitt er víst að eitthvað verðum við að gera til að elfa gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri hér á Akranesi og tryggja að við getum tekið þátt í ævintýrinu sem ríkir í íslenskri ferðaþjónustu.

Það kostar að skapa atvinnutækifæri en ég er sannfærður um að ávinningurinn af því að skapa jákvæð skilyrði fyrir fjárfesta til að reisa hér öflugt hótel er margfalt meiri en að skapa þau skilyrði.
Samhliða öflugu nýju hóteli skapast tugir nýrra starfa ásamt tugum afleiddra starfa ásamt því að verslun og þjónusta myndi eflast.“

Vilhjálmur bendir á að í Grenivík er nú að rísa lúxushótel, en á sama tíma er ekkert hótel á Akranesi. Hann biður Skagamenn að standa saman og hefja öfluga sókn í atvinnumálum.

„Allt sem þarf er samstaða, vilji og þor! Áfram Akranes!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum