Það er nóg að gera á skrifstofu Al-Ittihad þessa dagana en félagið réði á dögunum Frakkann Laurent Blanc til starfa.
Félagið er að landa Houssem Aouar, 26 ára miðjumanni Roma. Skiptin eru nánast gengin í gegn.
Því næst ætlar félagið að fara á eftir Moussa Diaby, kantmanni Aston Villa.
Hinn 25 ára gamli Diaby gekk í raðir Villa síðasta sumar frá Bayer Leverkusen. Þá hafnaði hann einmitt tilboði frá Sádi-Arabíu.
Nú er hann hins vegar opinn fyrir skiptum þangað en það má búast við 50 milljóna evra tilboði frá Al-Ittihad á næstunni.
Diaby skoraði tíu mörk og lagði upp níu á síðustu leiktíð með Villa.
🚨🟡⚫️ Al Ittihad plan to advance for Moussa Diaby after Houssem Aouar as first signing under Blanc.
Negotiations started with Aston Villa, initial proposal in excess of €50m with add-ons.
Talks underway and player open to the move. pic.twitter.com/QsJqSrSI0p
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2024