fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 13:00

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok hafa orðið í uppgjöri á þrotabúi Brunch ehf. sem var í eigu Stefáns Magnússonar og rak meðal annars Mathús Garðabæjar. Sá veitingastaður er enn í rekstri en í eigu annarra aðila.

Tilkynning um skiptalok hjá Brunch ehf. birtist í Lögbirtingablaðinu í dag. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið í því þann 28. júní 2024. Lýstar kröfur voru vel yfir hundrað milljónir króna, eða kr. 110.135.986.

Fjallað var um gjaldþrot félagsins á Smartlandi mbl.is í fyrrahaust. Þar kom fram að Brunch ehf. var úrskurðað gjaldþrota þann 14. september 2023. Ennfremur segir í fréttinni:

„Stefán Magnús­son er kokk­ur að mennt og gerði það gott í veit­ing­a­rekstri hér­lend­is. Auk Mat­húss Garðabæj­ar hef­ur hann rekið Sjá­land í Garðabæn­um, Reykja­vík Meat og Nü Asi­an Fusi­on. Greint var frá því á mbl.is í gær að annað fé­lag Stef­áns, Gour­met ehf. hafi verið úr­sk­urðað gjaldþrota og Sjálandi lokað. 

Mat­hús Garðabæj­ar er ennþá opið en eig­enda­skipti urðu á því síðasta haust þegar fé­lagið MHG10 ehf. keypti staðinn af Brunch ehf.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum