fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. júlí 2024 13:12

Tímanna tákn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að mála yfir hina þekktu auglýsingu Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi. Eflaust hafa margir nýtt sér hana til þess að binda bindishnút á leið á veitingastað eða pöbb.

Í mars síðastliðnum var tilkynnt að Herrafataverslun Guðsteins, við Laugaveg 34, myndi loka innan skamms. Búðin var 106 ára gömul og einn af hornsteinum verslunar á Laugaveginum.

Minnkandi verslun var ástæða fyrir lokuninni. Guðsteinn, sem var klæðskeri, opnaði verslunina upphaflega árið 1918 á Grettisgötu en um tíma var hún á Bergstaðastræti. Afkomendur hans tóku við rekstrinum eftir hans dag en önnur fjölskylda tók við rekstrinum árið 2016.

Auglýsingin á horninu, sem sýnir vel hvernig á að binda bindishnút, var mjög áberandi og þótti setja svip á Laugaveginn. Nú er hún að hverfa.

„Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta,“ segir íbúi í hverfagrúbbu miðborgarinnar, sem tók eftir því að málarameistararnir voru að hefja verk sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt