fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
433Sport

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga svarar fullyrðingum Magna – „Taktlaus yfirlýsing sem er ekki í neinu samræmi raunveruleikann“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 15. júlí 2024 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og þróunarstjórinn Magni Fannberg gagnrýndi rekstur íslenskra knattspyrnufélaga í viðtali við Chess After Dark á dögunum. Þekktir einstaklingar úr knattspyrnuhreyfingunni hér á landi hafa margir hverjir vísað fullyrðingum hans til föðurhúsanna.

Magni býr yfir mikilli reynslu erlendis en hann hefur starfað í Svíþjóð frá árinu 2011 hjá Brommapojkarna, Brann, AIK og Start. Áður þjálfaði hann Grindavík og Fjarðabyggð hér heima auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá HK og Víkingi.

Það er gjörsamlega galið að ákveðnu leyti að yngri flokka störf séu einn af stærri tekjuliðum félagana,“ sagði Magni í Chess After Dark.

„Svoleiðis þekkist ekki úti – án þess að vera of gagnrýninn, ég þarf að passa mig hvað ég segi en ef þú horfir erlendis þá eru varla til þessi atvinnumannalið sem Íslendingar eru að keppa við og bera sig saman við í Skandinavíu. Þar eru meistaraflokkar og þeirra tekjur að borga fyrir yngri flokkana.

Magni sagði í viðtalinu að það væri ekki raunin hér á landi.

Æfingagjöldin borga fyrir meistaraflokka og íslenskt ungmennastarf er á heimsmælikvarða en vandamálið er að það er ekkert afreksstarf. Ég er ekki að segja að fólk eigi að byrja með afreksstarf. Afreksstarfið er ekkert og síðan erum við með deild, tvö lið sem byggja leikmannahópa sína þannig svo þeir eigi að ná árangri. Það eru ekki svo miklir peningar fyrir að vinna Íslandsmótið eða bikarkeppnir svo peningarnir koma frá því að ná langt í Evrópu.

Meira
Magni gagnrýnir starfsemina á Íslandi harkalega:Krakkarnir að borga fyrir fullorðna – ,,Það er gjörsamlega galið“

Fékk hörð viðbrögð

Mikil umræða skapaðist um ummæli Magna á X (áður Twitter) í gær. Spratt hún upp út frá færslu Flosa Eiríkssonar, formanns knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Það væri áhugavert hvort hann getur staðið við þessa fullyrðingu – þetta er allavega alls ekki með þessum hætti hjá félaginu þar sem ég þekki til, skrifaði Flosi.

Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður og stjórnarmaður KSÍ með meiru, lagði einnig orð í belg.

„Þetta með æfingagjöldin er klárlega rangt. Þessi fullyrðing um þróunardeild er hinsvegar rétt. Frændur okkar furða sig soldið á þessum háa meðalaldri sem er í deildinni okkar og hversu fá tækifæri ungir leikmenn fá.“

Einar Guðnason, fyrrum aðstoðarþjálfari hjá Víkingi og nú þjálfari U19 ára liðs kvenna hjá sænska félaginu Örebro, segir það löngu liðna tíð að tekjur frá yngri flokkum færu í meistaraflokka.

„Sammála þetta er ekki svona þar sem ég þekki til. Áratugir síðan barna fótbolti og mfl voru aðskildir. En kannski hefur þetta tíðkast í þeim félögum sem hann vann hjá fyrir 15- 20 árum.“

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, tók í svipaðan streng og margir.

„Taktlaus yfirlýsing sem er ekki neinu samræmi raunveruleikann. Félög í efstu deildum greiða með afreksstarfinu sínu og á sama tíma bera ábyrgð á öllu öðru yngri flokkastarfi. Það þekkist frekar að greitt sé með yngri flokkum en öfugt.“

Loks hafði Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, sitt að segja um málið en hann var ekkert að flækja hlutina.

„Algerlega glórulausar fullyrðingar og rétt að viðkomandi sjái sóma sinn í að leiðrétta.“

Hér að neðan má sjá þráðin í heild og ummæli frá fleiri aðilum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig

Svona gengur félagaskiptaglugginn í sumar fyrir sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pakkaði Gary Neville saman í gær er hann rifjaði upp þessi ummæli hans

Pakkaði Gary Neville saman í gær er hann rifjaði upp þessi ummæli hans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Argentína landaði Copa America-titlinum – Messi meiddist og fór grátandi af velli

Argentína landaði Copa America-titlinum – Messi meiddist og fór grátandi af velli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM

Rodri og Yamal bestu leikmennirnir á EM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu þegar Olmo bjargaði Spánverjum á lokamínútunum

Sjáðu þegar Olmo bjargaði Spánverjum á lokamínútunum
433Sport
Í gær

Þykir enn vænt um liðið sem hann ‘sveik’ á sínum tíma – Búinn að kaupa sér nýjustu treyjuna

Þykir enn vænt um liðið sem hann ‘sveik’ á sínum tíma – Búinn að kaupa sér nýjustu treyjuna
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í úrslitaleik EM – Shaw byrjar

Byrjunarliðin í úrslitaleik EM – Shaw byrjar