fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. júlí 2024 10:30

Mynd: Linda Ólafsdóttir/VIRK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Aðdragandi þess að ég leitaði til VIRK var sá að ég lenti í allskonar áföllum. Það „sló botninn úr“ þegar ég missti dóttur mína þann 5. september 2014. Það liðu sex ár eftir það þar til ég endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira. Áður en dóttir mín lést hafði æskuvinkona mín fallið fyrir eigin hendi, það leið aðeins mánuður milli þessara dauðsfalla. Ég var í fæðingarorlofi þegar dóttir mín lést, hún dó vöggudauða tveggja og hálfs mánaða gömul,“

segir Perla Dögg Björnsdóttir, þrjátíu og fimm ára matartæknir sem býr á Akureyri, í viðtali í ársriti VIRK. Hún lauk starfsendurhæfingu á vegum VIRK vorið 2022. 

Perla Dögg varð barnshafandi um tveimur mánuðum eftir að dóttir hennar lést, sú fæddist í maí 2015, ellefu mánuðum eftir að Perla Dögg missti eldri dóttur sína. Segist hún hafa hunsað einkennin sem fylgdu meðgöngunni.

„Ég gat bara andlega ekki tekist á við að eiga von á barni svona stuttu eftir að fyrri dóttir mín lést. Ég varð í senn bæði glöð og líka dauðhrædd. Ég hef ekki eignast fleiri börn. Ég var hrædd um seinni dótturina og sá ótti fór illa með mig andlega alveg þangað til hún var orðin fimm ára. Þá fór ég loks að kljást við sjálfa mig og mína líðan.“

Hélt áfram á hnefanum

Perla Dögg segist ekkert hafa unnið úr áfallinu við að missa dótturina, heldur haldið áfram á hnefanum. „Ég missti vinnu eftir að fæðingarorlofi mínu lauk við dauðsfall fyrri dótturinnar. Það var áfall. Ég fékk ekki neina skýringu á þeirri uppsögn aðra en að breytingar færu fram á vinnustað.“

Hún fékk aðra vinnu vorið 2016 þar sem hún vann þar til heimilislæknirinn hennar skrifaði upp á veikindavottorð og hún fór í VIRK. Hún segir að fyrst hafi henni fundist mjög niðurlægjandi að þurfa að játa sig sigraða. 

„En sú tilfinning var fljót að rjátlast af mér þegar ég áttaði mig á að hjá VIRK var fólk sem var allt af vilja gert að aðstoða mig. Ég held að um hafi verið að ræða ákveðið samasemmerki á milli þess að leita aðstoðar hjá VIRK og horfast í augu við vandann. Að ég gæti ekki ein unnið úr áföllum mínum.

Ég kenndi mér lengi um að barnið dó. Ég var svo viss um að ég hefði kæft barnið þar sem það svaf á milli okkar foreldranna. Ég gekk á milli faglærðs fólks til að fá upplýsingar um svona dauðsföll og komast að því að það er munur á öndunarstoppi og því að kafna. Það var samt ekki léttir að átta sig á þessu fyrr en ég vann úr þessu hjá sálfræðingnum sem ég fór til í samráði við ráðgjafann hjá VIRK.“

Á leið í frekara nám

Perla lærði matartækninn meðan hún var hjá VIRK og vinnur nú sem matráður hjá Heilsuvernd hjúkrunarheimili. „Ég er að fara að „bæta við mig blómum“ – ég er að fara í háskólanám eftir áramót hjá Keili. Þar er ég fara í háskólabrúnna og síðan ætla ég að læra sálfræði. Nú langar mig til að hjálpa öðrum.“

Aðspurð um hvernig þjónusta VIRK hafi hjálpað henni segir hún:

„Ég held að hún hafi bjargað mér, hvorki meira né minna. Í raun fékk ég þar hjálp við að taka skelina af þeirri manneskju sem ég var orðin og verða aftur heil manneskja. Það á ég VIRK að þakka.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“