fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Fókus
Laugardaginn 13. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem kallar sig Johnny America á TikTok hefur vakið athygli fyrir myndband þar sem hann játar að hafa stungið af frá reikningnum á stefnumóti. Hann útskýrir að ástæðan fyrir því hafi þó verið góð.

Johnny kynntist konu í gegnum stefnumótaforritið Hinge. Þau mæltu sér mót á asískum veitingastað en þegar Johnny mætti á stefnumótið áttaði hann sig á því ekki væri allt með felldu.

„Hún hafði tekið vinkonu með sér og spyr: „Hey væri í lagi ef vinkona mín sest niður með okkur?“,“ útskýrir Johnny. Hann samþykkti með semingi fyrst vinkonan var nú þegar mætt á staðinn og það yrði líklega neyðarlegt að vísa henni á dyr.

Hann settist þá niður með vinkonunum og reyndi að spjalla við konuna sem hann átti jú að vera á stefnumóti með. Vinkonurnar höfðu þó annað í huga og fóru að panta sér dýra drykki og forrétti. Johnny reyndi að halda fókus, beit í tunguna á sér og sagði ekkert. Síðar kom kokkurinn og spurði Johnny og vinkonurnar hvað þau vildu í aðalrétt. Johnny pantaði sér látlausan kjúkling með hrísgrjónum á meðan vinkonurnar pöntuðu sér surf’n’turf steikur.

Þá sannfærðist Johnny um að þarna ætti að hafa hann að fífli. Þær voru þarna komnar vinkonurnar og ætluðu að borða eins og þær gátu og drekka fylli sína á hans kostnað.

„Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Áfram sat Johnny og spjallaði við stelpurnar, en nú vissi hann hvað stóð til. Þegar reikningurinn kom spurði þjónninn hvort það ætti að skipta reikningum og stelpurnar sögðu nei, það þyrfti bara einn reikning.

„Svo ég segi við þjóninn: Hey getið þið pakkað afgöngunum mínum svo ég geti tekið þá heim, og ég ætla að skjótast á klósettið á meðan“

Það var auðvitað ekkert mál. En Johnny fór ekki á klósettið heldur beint út í bíl og keyrði heim.

„Þær máttu borga reikninginn, takk fyrir“

Johnny segist hafa snúið aftur á veitingastaðinn daginn eftir til að tryggja að stelpurnar hafi borgað. Þá fékk hann að vita að reikningurinn hafi verið borgaður en að stelpurnar hafi ekki gert það sjálfar. Þær hafi beðið í um hálftíma og svo kom annar maður og borgaði fyrir þær.

„Þessir vitleysingar hringdu í annan bjána og báðu hann að borga fyrir sig og hann í alvörunni gerði það,“ sagði Johnny hissa. „Þeim er ekki viðbjargandi. Þær eru ekki góðar manneskjur.“

 

 

@_johnnyamerica I dined and dashed on a hinge date. Am I wrong for this? #hinge #date #storytime #fypシ゚viral ♬ original sound – _johnnyamerica

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag

Hollywood-stjarna svarar til saka fyrir voðaskot – Næstu stóru sjónvarpsréttarhöldin hefjast í dag
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“

Margrét varð ófrísk 17 ára og þurfti að berjast fyrir skólagöngunni -„Starfsfólk sem hélt bara ekkert með mér“