fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Fréttir

Hafnarfjarðarbær svarar fyrir að hafa dregið ráðningu Óskars til baka í kjölfar gagnrýni hans á meirihluta bæjarstjórnar

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 12:30

Ráðhús Hafnarfjarðar/Mynd: Ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær hefur Óskar Steinn Ómarsson sagt frá því að hann hafi verið ráðinn í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla í Hafnarfirði en ráðningin hafi verið dregin til baka í kjölfar þess að hann gagnrýndi þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að loka ungmennahúsinu Hamrinum. Óskar taldi það fyrirslátt að ráðning hans hafi verið dregin til baka á þeim grundvelli að eftir á að hyggja hæfði menntun hans starfinu ekki nógu vel og sagði að beinast lægi við að álykta að um bein tengsl væri að ræða á milli gagnrýni hans og þess að hætt hafi skyndilega verið við að ráða hann í starfið. DV sendi Hafnarfjarðarbæ fyrirspurn vegna málsins og svör hafa nú borist.

Óskar segir Hafnarfjarðarbæ hafa refsað sér fyrir gagnrýnina

Spurningar og svör

DV spurði hvers vegna Óskar var ráðinn upphaflega og hvers vegna ráðningin var dregin til baka. DV spurði einnig að þar sem Óskar segir að þegar ráðningin var dregin til baka hafi það verið skýrt með því að eftir á að hyggja hafi menntun hans ekki hæft starfinu nógu vel hvort það hafi ekki legið fyrir í upphafi hvaða menntun hann hafði og hvers vegna hún var ekki talin hæfa starfinu fyrr en eftir að hann var ráðinn. Einnig var spurt hvort það væri rétt sem Óskar heldur fram að litið hafi verið framhjá því að hann hafi setið fjölda námskeiða um ungmennastarf og ef svo væri hvers vegna hefði verið litið framhjá því þegar ákveðið var eftir á að hann hefði menntun sem hæfði ekki nægilega manneskju sem ætti að gegna þessari stöðu.

Sömuleiðis var spurt um hvort það væri rétt að í tómstundamiðstöðvum bæjarins starfi deildarstjórar með menntun aðra en tómstundafræði eða uppeldis- og menntunarfræði, sem áskilið var í auglýsingunni (eða annað háskólanám sem nýttist í starfi) um deildarstjórastarfið sem Óskar var ráðinn í áður en það var dregið til baka, m.a. stjórnmálafræði eins og Óskar. Ef sú var raunin óskaði DV eftir svörum við því hvort það væri talið ásættanlegt að hafa aðra deildarstjóra með sömu menntun og Óskar starfandi í tómstundamiðstöðvunum en ekki hann.

Loks óskaði DV svara við því að í ljósi þess að ráðning Óskars var dregin til baka í kjölfar þess að hann gagnrýndi opinberlega ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að loka ungmennahúsinu Hamrinum hvort sú ákvörðun að draga ráðninguna til baka hafi eitthvað haft með þessa gagnrýni hans að gera?

Hafnarfjarðarbær svarar flestum spurninga DV ekki beint með vísan til þess að ekki sé heimilt að ræða mál einstakra starfsmanna opinberlega en svar bæjarins er eftirfarandi:

„Lögum og reglum samkvæmt þá tjáir Hafnarfjarðarbær sig ekki um mál einstaka starfsmanna. Markmið sveitarfélagsins er ávallt að ráða hæfasta fólkið hverju sinni og vönduðum stjórnsýsluháttum fylgt við allar ráðningar. Viðmiðið er alltaf viðeigandi menntun og enn stífari kröfur um ráðningar gerðar þegar um stjórnendastöður er að ræða. Ávallt er leitast við að ráða aðila sem uppfyllir hæfniskröfur, stundum þarf að falla frá ráðningu og auglýsa aftur ef ekki sækir um aðili sem uppfylli hæfniskröfurnar.

Í svari bæjarins kemur hins vegar ekki fram hvers vegna Óskar var yfirhöfuð upphaflega ráðinn, ef hann og aðrir umsækjendur voru ekki taldir uppfylla hæfniskröfurnar, í stað þess að ráða engan af umsækjendunum og auglýsa starfið þess í stað að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn

Árásin á íslensku fjölskylduna á Krít tilefnislaus – Fjölskyldufaðirinn þarf að fara í aðgerð en einn árásarmaðurinn fundinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco

Krispy Kreme kleinuhringirnir sáust aftur á Íslandi – Nú í Costco
Fréttir
Í gær

Joe Biden greindur með COVID-19

Joe Biden greindur með COVID-19
Fréttir
Í gær

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“

Ólafur og börnin stefna á karatemót í Rúanda – ,,Hafði ekki brjóst í mér að segja þeim að við ættum alls ekki efni á því“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt

Íslendingur á sextugsaldri fannst látinn á hótelherbergi í Tælandi – Málið sagt dularfullt
Fréttir
Í gær

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda

Kraftaverk þegar kona fannst á lífi í Engey – rúmum 36 klukkustundum eftir að hafa farið í sjóinn við Granda