fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Pressan
Föstudaginn 12. júlí 2024 08:00

Frans páfi Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páfagarður hefur bannfært erkibiskupinn Carlo Maria Vigano en hann hefur meðal annars unnið sér til saka að segja Frans páfa vera „þjón djöfulsins“ og að hafa dregið undirgefni sína við páfann og Páfagarð til baka en það er einn alvarlegasti glæpurinn samkvæmt lögum Páfagarðs.

Vigano var sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum frá 2011 til 2016 en hann hefur verið í felum frá 2018. Þá sakaði hann Frans páfa um að hafa vitað um kynferðisbrot Theodore McCarrick, kardinála í Bandaríkjunum, og að hafa ekkert aðhafst vegna þeirra. Þessu hefur Páfagarður neitað.

En Vigano lét ekki þar við sitja og sagði páfann vera „falsspámann“ og „þjón djöfulsins“ og hvatti hann til að segja af sér embætti.

Vigaon, sem er 83 ára, er ofuríhaldssamur og hefur byggt upp sinn eiginn áhangendahóp eftir að hann hellti sér út í samsæriskenningar varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar og gagnrýndi tilraunir kaþólsku kirkjunnar til að nútímavæðast.

Páfagarður tilkynnti um bannfæringuna á föstudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega