fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Eyjan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 13:30

Hildur Sverrisdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Samfylkinguna afsökunar á staðreyndavillu sem hún hélt fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Þar hjólaði Hildur meðal annars í Samfylkinguna í borgarstjórn Reykjavíkur og sagði kjósendur ekki geta treyst loforðum flokksins um bættan hag barnafjölskyldna.

„Í bar­áttu sinni við að telja barna­fjöl­skyld­um trú um að þau séu best til þess fall­in að stýra för hef­ur Sam­fylk­ing­in til að mynda lagt fram stefnu með fögr­um fyr­ir­heit­um en reynd­ar líka blygðun­ar­laus­um sögu­föls­un­um líkt og að tólf mánaða fæðing­ar­or­lof hafi orðið að lög­um und­ir þeirra for­ystu árið 2012. Hið sanna er að það var gert fyr­ir fjór­um árum af sitj­andi rík­is­stjórn,“ skrifaði Hildur í umræddri grein.

Í færslu á Facebook-síðu sinni bendir Hildur á að hún hafi haft Samfylkinguna fyrir rangri sök varðandi þetta atriði.

„Þetta var ekki alveg rétt hjá mér því þáverandi ríkisstjórn Samfylkingar samþykkti vissulega árið 2012 að koma á 12 mánaða fæðingarorlofi í þrepum til ársins 2016. Þau áform tóku aldrei gildi því þau voru metin ófjármögnuð vegna stöðu ríkissjóðs af ríkisstjórninni sem tók við og var hámarksupphæð orlofsins hækkuð í staðinn. Það var svo árið 2020 sem fæðingarorlof er hækkað i 12 mánuði af núverandi ríkisstjórn,“ skrifaði Hildur og bætti stórmannlega við:

„Það er oft sem manni hleypur kapp í kinn í pólitíkinni og nú gerðist ég sek um að ganga ekki nógu vel úr skugga um staðreyndir. Ég bið Samfylkinguna afsökunar á því og hef óskað eftir því að þetta sé leiðrétt á vef Morgunblaðsins,“ skrifaði þingflokksformaðurinn.

Hér má lesa færslu Hildar á Facebook:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?