fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Eyjan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Athyglisvert er að þingmenn stjórnarflokkanna, jafnvel sjálfstæðismenn undir hugmyndafræðilegri leiðsögn Óla Björns Kárasonar, vilja fremur skattleggja eldra fólk með þessum hætti en tryggja öllum sömu möguleika til frjálsra viðskipta á fjármálamarkaði,“ skrifar Þorsteinn Pálsson af kögunarhóli á Eyjunni í dag þar sem hann gerir ný búvörulög og kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði norðlenska að umfjöllunarefni.

Þorsteinn skrifar að Alþingi hafi samþykkt í vor að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri skyldi samkvæmt lögum landsins vera miskunnsami Samverji samfélagsins eins og sá í dæmisögunni.

Hann ráði nú einn eigin álagningu, afurðaverði til bænda og útsöluverði til viðskiptavina sinna.

Hann segir matvælaráðherra lýsa bjargfastri trú sinni á nýtt lögmál sem felist í því að kaupfélagsstjóranum sé einum treystandi til að gæta hagsmuna náunga sinna, bænda og neytenda.

Samkvæmt lögmáli matvælaráðherra á kaupfélagsstjórinn að hagræða svo í rekstri án fækkunar starfsfólks að afkoma samsteypu hans batni, bændur fái hærra afurðaverð og neytendur lægra útsöluverð.

Hér verður ekki efast um snoturt hjartalag kaupfélagsstjórans í garð bænda og kærleika hans í garð neytenda. Í veruleikanum á þetta nýja lögmál hins vegar ekkert skylt við dæmisöguna.

Reynsla kynslóðanna segir okkur að varla sé unnt að finna verra skipulag en að lögbinda einkarétt á verðákvörðunum í helstu viðskiptum, sem rétthafinn á í.

Matvælaráðherra hefur lesið bók bókanna á haus. Lögmál hennar er uppreisn gegn almennri skynsemi.“

Þorsteinn segir lögmálið um frjálsa samkeppni ekki vera svo heilagt að ekki megi í undantekningartilvikum finna rök fyrir frávikum.

„Samkeppni er forsenda frjálsrar verðmyndunar. Þegar samkeppnisreglur eru teknar úr sambandi í siðuðu samfélagi fellur frjáls verðmyndun brott eftir sama lögmáli og nótt fylgir degi.

Siðlegu afnámi samkeppnisreglna fylgir að verðmyndun er falin óháðum aðila. Sá böggull fylgir skammrifi, nema í lögmáli matvælaráðherra.

Lögmál hennar er því ekki bara uppreisn gegn skynsemi heldur líka gegn almennu siðferði.“

Þorsteinn bendir á að forstjóri Kjarnafæðis norðlenska, sem nú er runnið inn í KS, hafi sagt rekstur fyrirtækisins ganga vel að öllu leyti nema þegar kemur að vaxtabyrði

„Með öðrum orðum: Vandi afurðastöðvanna er ekki skortur á einokun heldur þrefalt þyngri vaxtabyrði en á öðrum Norðurlöndum.

Þverstæðan er þessi: Við ríkisstjórnarboðið og í þingflokksherbergjum stjórnarflokkanna eru allir á einu máli um að það sé andstætt lögmálinu að tryggja bændum og afurðastöðvum samkeppnishæf skilyrði á fjármagnsmarkaði.

Raunverulegi vandinn er sem sagt heilagur og ósnertanlegur eins og indversk kýr. Þess vegna er einokun.“

Þorsteinn segir undantekninguna orðna að meginreglu hér á landi og nefnir tvö dæmi máli sínu til stuðnings.

Samkvæmt íslenskum lögum, sem byggð eru á löggjöf evrópska efnahagssvæðisins, sé öllum frjálst að taka lán í þeirri mynt sem hver og einn telur hagkvæmast. Hér á landi nýti stjórnvöld undantekningarheimild til að banna frjáls lánaviðskipti til að tryggja fjármálastöðugleika.

Þar sem krónan stenst ekki öðrum gjaldmiðlum snúning er undantekningarheimildin frá frjálsum viðskiptum gerð að meginreglu, nema menn hafi tekjur í erlendri mynt.

Vandann sem fylgir þessum ójöfnuði má leysa. Það er bara andstætt lögmálinu, sem þingmenn stjórnarflokkanna trúa á.

Samkvæmt því eru takmarkanir á frelsi í lánaviðskiptum betri en jöfn aðstaða allra. Jafnstaða bænda og útvegsbænda á fjármálamarkaði heitir pólitískur ómöguleiki.“

Hitt dæmið eru gjaldeyrishöftin sem sett eru á íslenska lífeyrissjóði. Þau jafngildi ríflega heilli þjóðarframleiðslu og séu umfangsmestu gjaldeyrishöft sem þekkjast hjá þjóðum, sem búa við markaðshagkerfi.

Þessi undantekning frá meginreglu frjálsra viðskipta sé gerð til að halda uppi verðgildi krónunnar.

„Í raun virka gjaldeyrishöftin eins og skattlagning á lífeyrisþega.

Með öðrum orðum: Eldra fólk er skattlagt eftir krókaleið til að koma í veg fyrir enn meiri óstöðugleika ósamkeppnishæfrar krónu.“

Pistil Þorsteins í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans

Sr. Davíð Þór Jónsson: Það er engin rómantík í fæðingarsögu frelsarans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs

Spyr hvort Framsókn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur muni sameinast undir forystu Sigmundar Davíðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir

Segir stjórnarsáttmálann rýran og Flokkur fólksins hafi gefið mikið eftir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur