fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 10:30

Ingi og Corona eru í nýjustu seríu í 90 Day Fiance. Mynd/Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Hilmar Thorarensen, þátttakandi í bandarískum raunveruleikaþætti, segir það vera eins og rússneska rúllettu fyrir Íslendinga að fara á stefnumót á Íslandi. Hætt sé við því að skyldleikinn sé of mikill.

Þetta kemur fram í stiklu fyrir þættina 90 Day Fiance, sem er rótgróin stefnumótasería framleidd af TLC. Þættirnir fjalla um bandaríska ríkisborgara og erlenda kærasta eða kærustur þeirra og titillinn vísar til þess að þeir hafi 90 daga til þess að giftast, eða ekki.

Í nýjustu seríunni er fjallað um samband hins 39 ára gamla Inga og bandarískrar kærustu hans Coronu.

„Ég hef fengið minn skerf af stelpum en ég hef aldrei hitt neina sem tikkar í öll boxin fyrr en ég kynntist Coronu,“ segir Ingi í stiklunni, þar sem hann sést kaupa sér eina pylsu og kók á Bæjarins bestu og rölta í gegnum miðbæ Reykjavíkur.

Greinir hann frá því að hann hafi kynnst Coronu í eftirpartíi heima hjá honum.

„Ég fattaði ekki að hún væri að reyna við mig,“ segir Ingi. „Hún fékk sér líka blund.“

Skyldleikahætta mikil

Í stiklunni segir Ingi líka stuttlega frá íslenskri djamm og stefnumótamenningu. Hann segir djammið eitthvað það íslenskasta sem hægt sé að gera. Íslendingar elski það að fá sér í tánna. Það sé hins vegar einn ákveðinn galli sem fylgi því að finna sér maka á Íslandi.

Ingi kynntist Coronu í eftirpatíi heima hjá sér.

„Að fara á stefnumót á Íslandi er eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu. Þú veist aldrei hversu skyld þið eruð,“ segir hann og vísar til fámennisins. „Hér á Íslandi erum við skyldari en á flestum öðrum stöðum í heiminum. Þegar við erum á stefnumótum höfum við vefsíðu sem sínir hversu skyld við erum. Spurningin er hins vegar hvenær ætlar þú að fletta því upp, fyrir…..eða eftir,“ segir hann og hlær. En téð vefsíða sem Ingi vísar í er vitaskuld islendingabok.is.

Ingi segir að það séu ágætis líkur á að hitta viðkomandi í næsta fjölskyldumóti. Það sé hins vegar engin hætta á því með hann og Coronu, enda sé hún alin upp í Bandaríkjunum.

Hætti við ljósmæðranámið fyrir Inga

Í umfjöllun Entertainment Tonight um þættina kemur fram að Corona sé í ljósmæðranámi en hafi sett það á pásu á meðan hún flutti til Íslands. En fyrir þann tíma höfðu þau dvalið um tíma á Írlandi. Rétt eins og Ingi hafi hún innilega gaman að djamminu. Í fyrsta þættinum er fjallað um það þegar Corona segir fjölskyldu sinni frá því að hún ætli að sleppa því að fara í ljósmæðranámið í Pennsylvaníuháskóla til þess að flytja til kærasta síns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“