fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Pressan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 08:00

Það er fallegt á Ítalíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að halda í íbúa smábæja á landsbyggðinni og það er ekki algengt að fólk rífi sig upp úr stærri bæjunum og setjist að í smábæjum. Nú ætla yfirvöld í Toscana á Ítalíu að verðlauna fólk, sem flytur til héraðsins, með milljónum.

Með þessu er auðvitað verið að fara nýjar leiðir til að reyna að takast á við fólksfækkun og koma í veg fyrir að heilu bæirnir breytist í draugabæi.

Lengi hefur verið reynt að lokka fólk til smábæjanna en árangurinn hefur ekki verið mikill, íbúum fækkar, efnahagurinn fer versnandi og hús standa auð og yfirgefin. Ástæðan er einföld, fólk vill búa í stóru bæjunum.

Áður hefur verið gripið til þess ráðs að reyna að selja fasteignir í smábæjunum á aðeins 1 evru en það hefur ekki dugað til að koma lífi í söluna.

Euronews skýrir frá þessu og segir að nú sé búið að hrinda nýrri áætlun úr vör. Hún nefnist „Residency in the mountains 2024“.

Fólk getur sótt um að fá 10.000 til 30.000 evrur í styrk til að kaupa hús í Toscana.

Reglurnar eru einfaldar: Umsækjendur verða að flytja til bæjar þar sem færri en 5.000 búa og styrkurinn má ekki vera hærri en helmingurinn af kaupverði hússins.

Það getur þó verið snúið fyrir Íslendinga að sækja um því umsækjendur verða að vera ítalskir ríkisborgarar eða ríkisborgarar í öðru ESB-ríki. Það er þó hægt að komast hjá þessum ákvæðum ef umsækjandinn hefur verið með dvalarleyfi á Ítalíu í að minnsta kosti 10 ár. Að auki þurfa umsækjendur að eiga heimili í ítölskum bæ og það má ekki vera bærinn sem kaupa á hús í.

Fyrir áhugasama má geta þess að umsóknarfresturinn rennur út klukkan 13 þann 27. júlí næstkomandi. Hér er hægt að sækja um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort