Þetta er niðurstaða nýrrar greiningar. Í henni kemur fram að í 13 mánuði í röð hafi hitamet fallið.
Live Science skýrir frá þessu og segir að allir mánuðir frá júní 2023 hafi verið hlýrri en mánuðurinn á undan og sé meðalhitinn á heimsvísu frá júlí 2023 til júní 2024 1,64 gráðum hærri en fyrir iðnvæðinguna en þá byrjuðum við að brenna jarðeldsneyti sem losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.
Carlo Buontempo, forstjóri Copernicus Climate Change Service, sem gerði skýrsluna, sagði í tilkynningu að þetta sé meira en bara tölfræði og sýni svart á hvítu miklar og áframhaldandi breytingar á loftslaginu. Hann sagði að jafnvel þótt þessi hlýnunarröð taki enda á einhverjum tímapunkti, þá muni met halda áfram að falla því loftslagið fari hlýnandi. Það sé óhjákvæmilegt nema við hættum að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.