fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Orðrómur um ofrukkun leigubílstjóra fælir ferðamenn frá – „Átti að ræna hann bara“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 08:00

Daníel Orri Einarsson er formaður Frama, félags bifreiðastjóra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Orri Einarsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama, segir að orðrómur um að leigubílstjórar hér á landi ofrukki erlenda ferðamenn sé tekinn að berast út fyrir landsteinana og inn á útlendar ferðasíður. Í kjölfarið hafi sumir ferðamenn veigrað sér við að heimsækja landið.

Rætt er við Daníel Orra í Morgunblaðinu í dag.

„Við erum búnir að sjá það á Trip Advisor og öðrum heimasíðum alveg til Ástralíu. Við höfum orðið varir við þetta og erum búnir að sjá þetta á netinu – það er verið að vara ferðamenn við því að koma til Íslands út af því að þeir verði rændir hér.“

Í viðtali við DV í febrúar ræddi Daníel Orri um það sem hann telur vera ófremdarástand á leigubílamarkaði eftir að lagabreyting var gerð varðandi þau skilyrði sem leigubílaakstri eru mörkuð.

„Við bentum stjórnvöldum á þetta í okkar umsögnum og líka það að þessi starfsemi er þess eðlis að í hana leita oft menn sem hafa eitthvað misjafnt í huga og þess vegna höfum við oft síað þá út vegna þess að það hefur verið í hendi okkar sjálfra að benda á það þegar eitthvað gerist og þá hafa þeir ekki fengið að keyra framar leigubíl. Það þurfti ekki alltaf kæru til, ef orðsporið spurðist út þá var það nóg. Þetta var tekið úr lögum,“ segir hann ennfremur og vísar til þeirrar breytingar að bílstjórar þurfa ekki lengur að vera skráðir á leigubílastöð.

Sjá einnig: Segir nýja og óhugnanlega tegund af leigubílstjórum hóta farþegum – „Ég veit hvar þú átt heima“

Daníel Orri Orri segir að félagið geti hins vegar lítið gert.

„Farþegar kvarta við okkur og segja okkur sögur af því sem þeir eru að lenda í og yfirleitt er þetta nú um helgar og á nóttunni. Þá sjá þeir leigubíl og ganga inn í hann og hafa pantað bíl hjá Hreyfli eða einhverri stöð en það kemur annar bíll og þeir lenda í ógöngum. Það var næstum því búið að eyðileggja hjólastól hjá einum farþega. Hjá öðrum snerist þetta um verðið. Átti að ræna hann bara. Hann var að fara frá BSÍ niður í miðbæ – það er ekki löng leið – en bílstjórinn ætlaði að fara að keyra hann í allt aðra átt og honum leist ekkert á blikuna og bíllinn keyrði á 80 kílómetra hraða í miðbænum. Það eru mörg svona dæmi. Fólk verður viðskila við veski og það er ekki séns að hafa uppi á veskinu. Það er engin boðleið til að hafa uppi á óskilamunum eins og á starfandi stöðvum sem eru með símaafgreiðslu,“ segir Daníel Orri við Morgunblaðið.

Helsta vandamálið sé þá að bílarnir eru margir hverjir órekjanlegir.  Segir hann að margir bílar séu merkjalausir, margir aðilar keyri um á leigubílum án leyfis og séu nær órekjanlegir. Vill hann fá litaðar númeraplötur á leigubíla.

„Það er verið að ofrukka farþega. Sérstaklega útlendinga því Íslendingar láta ekki plata sig. Þeir vita alveg að það kostar 5 þúsund krónur að fara upp í Breiðholt en ekki 15 þúsund. Erlendir ferðamenn taka ekki eftir því þó það sé einu núlli fleira og það er það sem er að gerast og þetta er búið að spyrjast út erlendis.“ 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Arnar Þór Jónsson lögmaður endurbirti einnig grein á bloggsíðu sinni í dag vegna málsins. Þar segir hann breytingarnar sem gerðar voru á lögum um þennan málaflokk hafa verið gerðar að vanhugsuðu máli og gegn andmælum örfárra þingmanna, þar á meðal Arnars Þórs sjálfs:

Lög á ekki að setja að nauðsynjalausu og alls ekki að illa athuguðu máli. Hafi löggjafinn sjálfur efasemdir um réttmæti eða gagnsemi lagafrumvarps mæla öll varfærnissjónarmið gegn lögfestingu þess. Af síðastnefndum ástæðum greiddi ég atkvæði gegn lögfestingu frumvarps um leigubifreiðaakstur. Ég er ekki andvígur því að lagareglur um þetta efni séu teknar til endurskoðunar, en hefði viljað að sú endurskoðun færi þá fram að betur athuguðu máli, án utanaðkomandi þrýstings og án pínlegra afbötunarákvæða um endurskoðun þeirra reglna sem verið er að setja. Lagasetning er of alvarlegt inngrip í daglegt líf almennings til að unnt sé að réttlæta að henni sé beitt í einhvers konar tilraunaskyni.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“