fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Nasistadóp aftur í umferð á Íslandi – Breiða út hatursáróður til fíkniefnaneytenda

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 12:00

Töflurnar eru litlar en geta valdið miklum skaða. Mynd/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fíkniefni með merki þýska nasistaflokksins eru aftur komin á götuna á Íslandi. Sams konar efni fundust hér á landi árið 2015 og hafa fundist í nokkrum öðrum löndum. Hafa sumir áhyggjur af því að verið sé að dreifa hatursáróðri til fíkniefnaneytenda.

Doktor Zoe Dubus, meðlimur í frönskum samtökum um hugvíkkandi efni, greinir frá þessu á X síðu sinni. Efnin eru í formi hakakrossins með erni ofan á. Þessi efni hafa fundist í Frakklandi, Hollandi, Sviss og á Íslandi á þessu ári að hennar sögn. Eru þetta einhvers konar hugvíkkandi efni, LSD eða MDMA.

„Við vitum ekki hvaða efni þetta eru en þau hafa verið send í greiningu,“ segir Dubus. Þau efni sem hafi verið greind hafi verið MDMA.

Fólk gjörsamlega út úr heiminum

Sams konar mál kom upp á Íslandi árið 2015. Þá varaði Lögreglustjórinn á Suðurnesjum við því að LSD töflur með merki hakakrossins væru komnar á götuna.

Lögreglan á Suðurnesjum árið 2015.

Að sögn lögreglunnar voru efnin afar sterk, en mörg mál höfðu komið upp þar sem fólk hafði neytt þessa efna og var „gjörsamlega út úr heiminum.“ Fólkið hafi verið stórhættulegt bæði sér og öðrum. Sagði lögreglan að „aðilar sem eru undir áhrifum þessarar töflu geta verið mjög varasamir með brenglað sársaukaskyn.“

Voru lögreglumenn varaðir við því að koma við töflurnar með berum höndum. LSD geti smitast í gegnum húðina og viðkomandi þá fundið fyrir áhrifum efnisins.

MDMA með merki SS-sveitanna

Nasistadóp hefur fundist í mörgum öðrum löndum á undanförnum árum. Meðal annars fundust 7.900 skammtar af LSD með lituðum hakakrossi í Argentínu árið 2017.

SS töflurnar í Austurríki

Ári seinna fundust MDMA töflur í Austurríki merktar með merki SS-sveitanna. En það voru sérstakar öryggis og hersveitir þýska nasistaflokksins og störfuðu undir forystu hins alræmda Heinrich Himmler.

LSD og MDMA töflur hafa fundust í nokkrum öðrum löndum. En merki nasistanna hefur ekki aðeins verið notað á hugvíkkandi efni. Árið 2023 fundust 50 kíló af kókaíni í Perú, pökkuð inn í pakkningar með hakakrossinum á.

Festa fasisma í sessi

Fyrir utan að vera afar hættuleg og ófyrirsjáanleg efni þá hafa þessar nasistamerkingar valdið ugg. Það er að með því að merkja efnin á þennan hátt sé verið að koma hatursáróðri til fíkniefnaneytendanna.

Hakakrossinn á fíkniefnum í Argentínu.

„Það eru sífellt stækkandi hópar sem ógna samfélaginu,“ sagði Dubus í færslu. „Fólk sem notar þessi efni til þess að festa í sessi fasíska hugmyndafræði. Til að þétta raðirnar og gera sig gildandi. Þetta er hryllilegt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði