fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Íbúar þreyttir á sóðaskap í Vatnaveröld í Reykjanesbæ – Margir gestir baði sig ekki og karlar fari í laugina á naríunum

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 10:00

Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Mynd/Vatnaveröld

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir orðnir þreyttir á sóðaskap í Vatnaveröld, sundlaug bæjarins. Margir gestir baði sig lítið eða ekkert áður en þeir fari ofan í laugina og fátt starfsfólk sé til að fylgjast með að reglum um sturtur sé fylgt.

Umræða um þetta mál hefur skapast á íbúasíðu á samfélagsmiðlum og eru margir orðnir þreyttir á sóðaskapnum.

„Fór í sund í dag og ég veit ekki hversu margar konur (flestar erlendar) tóku ekki sturtu, það er þær bleyttu sig í sturtunni með sundfötin á en engin sápa,“ segir ein kona og spyr hvort ekki sé hægt að fjölga starfsfólki í sundlauginni. Enginn starfsmaður hafi verið nálægt til að segja konunum að sturta sig betur.

„Ein var svo góð að hún var í kjól fór úr honum og var í sundfötunum undir,“ segir hún og nefnir að sóðaskapurinn sé ekki aðeins bundinn við sturtuklefann, heldur laugina líka. „Einnig talaði ég við sundlaugarvörð eftir að ég var komin ofan í því í heita pottinum var par með lítið barn án sundbleyju eđa nokkurs annars. Sem sé butt naked. Sundlaugarverðir tóku ekki eftir þessu fyrr en þeim var bent á þetta. Finnst þetta orđiđ pínu subbulegt.“

Keyrir frekar inn í Hafnarfjörð

Margir taka undir þetta. Subbuskapurinn sé orðinn mikill og fáliðað starfsfólk. „Það er ekki farandi í sund þarna í Keflavík, best er þegar menn mæta á naríunum í sund,“ segir ein kona. Önnur segist frekar keyra inn í Hafnarfjörð til þess að fara í sund.

Í athugasemdum beinir önnur kona spjótum sínum að forgangsröðun starfsfólksins. „Þau eru of upptekin við að fylgjast með að krakkar séu örugglega orðin nógu gömul til að fara í rennibrautina,“ segir hún.

Önnur kona segist sjálf taka að sér að benda öðrum gestum á reglurnar um böðun. Það er að þegar hún sjái að fólk sé ekki að baða sig nógu vel þá segi hún þeim að á Íslandi þrífi maður sig áður en maður fer ofan í laugina, og eftir á. „Mér finnst að þetta ætti að vera tekið fram við alla í afgreiðslu,“ segir hún.

Ekki allir sammála

Ekki eru hins vegar allir sem taka undir með því að Vatnaveröld sé sóðalegur sundstaður. Að minnsta kosti ekki sóðalegri en hver annar.

„Algerlega ósammála en þá er gott að það er nóg af öðrum laugum sem þú getur skellt þér í,“ segir ein kona. „Að mínu mati er þetta frábær laug en fíflin eru víða, hvort heldur í Vatnaveröld eða annars staðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?

Hljópst þú 1. apríl eða varstu með göbbin á hreinu?
Fréttir
Í gær

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Í gær

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Í gær

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum

Afllítið gos – Ekki útilokað að gjósi á fleiri stöðum
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“