Mihael Mladen, 24 ára gamall króatískur sóknarmaður, er genginn í raðir Keflavíkur.
Mladen hefur leikið í heimalandinu allan sinn feril en hann var síðast á mála hjá Radnik Krizevci, sem spilar í króatísku C-deildinni.
Keflavík hefur valdið vonbrigðum það sem af er leiktíð í Lengjudeildinni. Liðið er í níunda sæti með 12 stig, þó aðeins 4 stigum frá umspilssæti.
Keflvíkingar hafa samið við Mihael Mladen, 24 ára sóknarmann frá Króatíu. Við bjóðum hann velkominn til Keflavíkur! pic.twitter.com/4dEXtG74Nd
— Keflavík Fc (@FcKeflavik) July 8, 2024