fbpx
Mánudagur 02.desember 2024
433Sport

Nikolaj: „Breiðablik gerði mjög vel á móti þeim“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 8. júlí 2024 14:40

Nikolaj Hansen varð fyrir því óláni að klikka á vítaspyrnu á ögurstundu í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings taka á móti írska liðinu Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, ræddi við 433.is eftir æfingu í Víkinni í dag.

„Þetta verður spennandi leikur og við höfum beðið lengi eftir að spila þessa leiki, sérstaklega fyrir framan fullan stúku eins og á morgun,“ sagði Daninn stóri og stæðilegi.

„Ég held að möguleikar okkar séu góðir. Við höfum staðið okkur vel í Evrópu, sérstaklega á heimavelli. Við þurfum að ná í góð úrslit á morgun og svo klárum við vonandi dæmið í Írlandi.“

video
play-sharp-fill

Breiðablik mætti Shamrock í fyrra á sama stigi keppninnar og vann báða leikina, 0-1 úti og 2-1 heima. Leikmenn og þjálfarateymi Víkings hafa skoðað írska liðið vel.

„Þeir vilja halda boltanum, senda stuttar sendingar á milli sín. Þeir spila samt aðeins öðruvísi en við svo ég held það muni henta okkur vel. Við höfum skoðað klippur úr þeim leikjum og séð hvar þeir voru í vandræðum og Blikar gátu refsað þeim. Breiðablik gerði mjög vel á móti þeim og við þurfum að gera það sama.“

Útileikur fer svo fram í Írlandi í næstu viku en Nikolaj telur mikilvægt að fá fyrri leikinn á heimavelli.

„Ég held að það sé miklvægt að fá heimaleikinn fyrst og fólkið á bak við okkur. Þau munu syngja og öskra og hjálpa okkur inni á vellinum. Ég held við hefðum farið áfram gegn Riga í fyrra ef við hefðum fengið fyrri leikinn á heimavelli.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa

Sjáðu stórkostlegt mark Palmer gegn Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli

England: United og Chelsea unnu sannfærandi sigra – Tottenham lenti í basli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu

Byrjunarlið Liverpool og Manchester City – Ortega í markinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða

Saka útskýrir ákvörðun sína í gær – Vildi gera vini sínum greiða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“

Birti myndir af sér berbrjósta og fær mikið skítkast – ,,Er að verða gömul og þráir athygli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“

Eiginkonurnar hikuðu ekki við að ræða kynlífið: Eru giftar heimsfrægum mönnum – ,,Hann er með mjög stóran lim“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“

Fundir Óskars á Kaffihúsi Vesturbæjar vöktu athygli – „Maður fann fyrir honum og fólk var að tala um hann“
433Sport
Í gær

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham

England: Sjö mörk í fyrri hálfleik er Arsenal vann West Ham
433Sport
Í gær

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“

,,Hvernig getur þessi krakki verið sofandi fyrir svona mikilvægan leik?“
Hide picture