fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Sauðfjárráðunautur sakar höfunda bókar um forystufé um ritstuld – „Mér er það ekki áhuga­mál að koma fólki í stein­inn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. júlí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónmundsson, fyrrverandi landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í sauðfjár- og nautgriparækt, sakar höfunda bókarinnar Forystufé og fólkið í landinu um ritstuld.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Þrátt fyrir ásökunina segist Jón Viðar ekki vilja rekja ritstuldinn nákvæmlega en vísar til greinar sem hann átti þátt í að skrifa og birtist árið 2015:

„Ritstuld­ur­inn er of lang­ur til að rekja hér lið fyr­ir lið. Les­end­um aðeins bent á grein sem ég skrifaði 2015 með ágætu sam­starfs­fólki og heit­ir „For­ystu­fé á Íslandi“ og held að standi und­ir nafni. Grein­ina birt­um við í því góða riti Nátt­úru­fræðingn­um. Á síðu 99 er undirkafli sem heit­ir „Ein­kenni for­ystu­fjár“. Lesið nú þetta á móti síðu 9 og 10 í bók kump­án­anna. Verður kom­ist öllu lengra í að stela efni?“

Jón Viðar leitaði til annars höfundar bókarinnar, en þeir eru tveir, og óskaði eftir afsökunarbeiðni. Því erindi var hafnað. Í grein sinnni í Morgunblaðinu fer Jón Viðar fram á að útgefandinn, Veröld, biðji hann opinberlega afsökunar vegna ritstuldarins. Jón Viðar skrifar:

„Strax og ég sá ritþjófnaðinn hringdi ég í Daní­el og bauð hon­um að biðjast af­sök­un­ar á slys­inu op­in­ber­lega og mál­inu væri þar með lokið. Mér til undr­un­ar neitaði hann strax. Við þetta bætt­ist að góðvin­ur minn Lár­us Birg­is­son sagðist hafa fengið um­rædd­an texta til yf­ir­lestr­ar. Hann hefði bent þeim á að geta heim­ilda eins og siðað fólk ger­ir. Ákvarðanir þeirra blasa við öll­um á síðum bók­ar­inn­ar. Í ljósi þessa virðast það hafa verið sam­an­tek­in ráð kump­án­anna.

Mér er það ekki áhuga­mál að koma fólki í stein­inn. Hins veg­ar vil ég fram­komu siðaðs fólks og að mis­tök séu viður­kennd op­in­ber­lega og beðist af­sök­un­ar á þeim. Útséð virðist um þau viðbrögð hjá höf­und­um. Viðbrögð Daní­els rak­in. Ömur­legri viðbrögð Guðjóns vil ég hans vegna ekki rekja nema segja að hann hringdi í mig strax eft­ir að ég ræddi við Daní­el og til­kynnti að hann ætlaði strax að biðjast af­sök­un­ar op­in­ber­lega. Það var sams kon­ar lygi og annað sem ég hef kynnst frá hans hendi. Nú er það skoðun mín að Guðjón sé ábyrg­ur fyr­ir ritstuld­in­um. Daní­el aðeins af dreng­skap ætlað að verja ræf­il­inn.

Það er von mín að for­lagið Ver­öld viður­kenni at­hafn­ir drengj­anna og biðjist af­sök­un­ar á þeim op­in­ber­lega.“

Uppfært kl. 13:15 – Afsökunarbeiðni birtist fyrir löngu

Bókaútgáfan Veröld hefur sent DV tölvupóst og bent á að afsökunarbeiðni vegna málsins hafi birst á vef útgáfunnar þann 22. nóvember árið 2023. Þar segir:

„Þau leiðu mistök urðu við gerð bókar okkar Forystufé og fólkið í landinu að greinarinnar og höfunda hennar „Forystufé á Íslandi“, sem birtist í Náttúrufræðingnum (85. árg., 3.–4. hefti, 2015, bls. 99–100), var ekki getið þar sem texti úr greininni er tekinn upp bls. 8–9 í bókinni.

Höfundar greinarinnar eru Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson, Sigríður Jóhannesdóttir, Emma Eyþórsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson og Ólafur Dýrmundsson.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Þau verða leiðrétt í nýjum útgáfum.

Daníel Hansen

Guðjón R. Jónasson“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki