fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Pressan
Sunnudaginn 14. júlí 2024 13:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tæpan áratug hafa stjörnufræðingar leitað að ummerkjum um hina svokölluðu Plánetu níu í ytri lögum sólkerfisins. Leitin hefur ekki skilað neinum árangri fram að þessu en sérfræðingar segja að við getum nú verið á barmi þess að finna hana.

Í ystu lögum sólkerfisins, svo langt frá hinum þekktu plánetum þess að erfitt er að greina mun á sólinni og öðrum stjörnum, er hugsanlegt að stór íspláneta leynist í myrkrinu og bíði þess eins að við finnum hana.

Sá dagur gæti runnið upp fyrr en síðar  því á næsta ári verður byrjað að nota nýjan og gríðarlega fullkominn stjörnusjónauka við leitina.

Það eru átta þekktar plánetur í sólkerfinu: Merkúr, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. En síðasta tæpa áratuginn hafi margir stjörnufræðingar tekið undir þá hugmynd að níunda pláneta leynist í ystu lögum sólkerfisins.

Telja þeir að Pláneta níu, ef hún er til, sé gas- eða ísrisi og sé milljörðum kílómetra fjær sólinni en hinar pláneturnar. Ef hún er virkilega til þá gætum við þurft að endurmeta skilning okkar á uppruna sólkerfisins og þróun þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort