fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Læknar sögðu henni að hún væri með „langvarandi COVID-19“ – Síðan fékk hún réttu sjúkdómsgreininguna

Pressan
Mánudaginn 8. júlí 2024 04:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta voru fyrstu einkennin. Þetta var svo slæmt að ég gat ekki sofið í rúminu mínu. Ég varð að sofa liggjandi á gólfinu með fæturna uppi í sófanum. Ég hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt, þetta var linnulaust,“ sagði Joanne, þriggja barna móðir, í samtali við LancsLive.

Eins og gefur að skilja hafði hún áhyggjur af þessu og pantaði tíma hjá heimilislækninum sínum. Hann sagði að líklega væru þetta eftirköst af COVID-19 en hún hafði verið með COVID-19 nokkrum mánuðum áður.

Joanne notaði verkjalyf til að lina þjáningarnar en næsta árið bættust fleiri sjúkdómseinkenni við og hún leitaði því aftur til læknis.

„Augun urðu blóðsprengd. Fæturnir og ökklarnir voru stokkbólgnir. Húðin varð gulleit því nýrun fóru að gefa sig. Almennt séð leið mér ekki vel,“ sagði hún.

Ári eftir að fyrstu einkennin gerðu vart við sig, byrjaði hún að kasta upp blóði og var hún þá lögð inn á sjúkrahús. Þar var henni gefið bólgueyðandi lyf en það eyðilagði slímhúðina.

Læknar komust síðan að því að bólgurnar í fótunum og ökklunum og gula húðin voru vegna nýrnavandamála. Hún var flutt á sérhæft nýrnasjúkrahús. Þar var hún greind með „toxic shock syndrome“

Daginn áður en það átti að útskrifa hana hrundi hún niður vegna hjartavandamála. Það var þá fyrst sem hún fékk að vita hvað það var sem hrjáði hana.

Hún greindist með „amyloidose“ en það er sjaldgæfur sjúkdómur sem kemur upp þegar prótín, sem nefnist amyloidose, safnast upp í líkamanum. Það getur haft áhrif á líffæri á borð við hjarta, nýru, lifur, taugar og meltingarkerfið. Þetta er ólæknandi sjúkdómur.

En ekki nóg með að Joanne væri með amyloidose, því hún var einnig með blóðkrabbamein og varð því að gangast undir lyfjameðferð.

Eins og gefur að skilja var þetta mikið áfall fyrir þessa bresku konu en hremmingum hennar var ekki þar með lokið því sex mánuðum síðar kom í ljós að hún þurfti að gangast undir hjartaígræðslu um leið og hjarta væri í boði. Hún varð að liggja inni á sjúkrahúsi mánuðum saman en í mars á síðasta ári fékk hún nýtt hjarta og gekk aðgerðin vel. En í nóvember kom í ljós að líkaminn var farinn að hafna hjartanu og varð hún að leggjast inn á sjúkrahús á nýjan leik til að fá lyf til að reyna að vinna gegn höfnuninni. Það tókst og var hún útskrifuð tveimur dögum fyrir jól.

En hremmingum hennar var ekki þar með lokið því þann 4. janúar missti hún meðvitund heima hjá sér. Hún hafði fengið inflúensu sem lagðist illa á hana þar sem ónæmiskerfi hennar var veikburða eftir allar fyrri hremmingarnar. Hún var lögð inn á gjörgæsludeild þar sem hún var næstu tvær vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans