fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Ekkert gengur að óskum hjá Meghan Markle sem sárnar gagnrýnin – Nýja sultan höfð að háði og spotti og fólk er ekki að dást að lúxuslífinu

Fókus
Sunnudaginn 7. júlí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur allt gengið að óskum í lífi hertogaynjunnar Meghan Markle, að mati rithöfundarins Tim Quinn sem skrifar gjarnan um málefni bresku konungsfjölskyldunnar.

Quinn ræddi við The Mirror þar sem hann viðraði þá kenningu sína að gífurleg spenna ríki nú í hjónabandi hertogahjónanna Meghan og Harry, enda hafi lífið ekki þróast í þá átt sem Meghan sá fyrir sér þegar hún gekk að eiga prinsinn sinn.

„Hún elskar athygli fjölmiðla og hatar að samkvæmt skoðanakönnunum hafa Bandaríkjamenn ekkert mikinn áhuga á þeim lengur.“

Rithöfundurinn segir að Meghan hafi komið aftur til Bandaríkjanna með manni sínum fyrir fjórum árum síðan með stóra drauma um frægð og frama. Nú hafi hún reynt hvert viðskiptaævintýrið eftir öðru en ekkert gengið upp til þessa.

„Nú þegar útlit er fyrir að samningi þeirra við Netflix verði slitið, sem og háðið sem hefur fylgt nýjasta vörumerki hennar, þá upplifir Meghan að veggirnir séu farnir að þrengjast að henni. Hún er kominn á þann stað í dag að hún telur að hvað sem hún taki sér fyrir hendi verði fyrir ósanngjarnri gagnrýni. Eins og maður hennar finnst henni fólk leggja sig að ósekju í einelti. Hún getur bara ekki skilið hvers vegna fólk dáist ekki að störfum hennar.“

Quinn segir að þessi staða sé að skapa gjá á milli hertogahjónanna. Meghan hafi nýleg alfarið að stað með nýja vörumerki sitt ,America Riviera Orchard, og byrjað að selja sultu undir því merki. Sultan var höfð að háði og spotti á netinu fyrir að vera rándýr og ekkert spennandi á bragið.

„Hún er svo sérstaklega viðkvæm fyrir gagnrýni sem beinist að lúxuslífi hennar í Bandaríkjunum – frá hennar bæjardyrum séð er það eitthvað sem fólk ætti að dást að en ekki gagnrýna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið