fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Hjólahvíslarinn ánægður – „Farið að rofa til í þeim málum loksins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. júlí 2024 13:30

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson er þekktur hér á landi og raunar víðar um heim fyrir ötulla baráttu sína fyrir því að koma reiðhjólum og öðrum verðmætum sem stolið hefur verið aftur í hendur réttmætra eigenda. Vegna þessa hefur hann hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn. Eins og Bjartmar hefur margsinnis bent á hafa þau þjófnaðarmál sem hann hefur haft afskipti af ekki síst tengst fólki með alvarlegan fíknivanda. Bjartmar hefur kynnst mörgu af þessu fólki þegar hann hefur endurheimt verðmæti sem það hefur stolið og talað fyrir nauðsyn þess að bæta meðferðarúrræði fyrir þennan hóp stórlega. Það sé það eina sem dugi til að draga úr þessum þjófnuðum. Í Facebook-færslu fyrr í dag lýsti Bjartmar ánægju með að merki séu á lofti um að eitthvað sé að rofa til í þessum efnum.

Í færslunni deilir Bjartmar facebook-færslu meðferðarheimilisins í Krýsuvík en þar er deilt frétt Vísis en þar er rætt við Elías Guðmundsson framkvæmdastjóra Krýsuvíkursamtakanna. Elías greinir þar meðal annars frá því að meðferðarrýmum hafi verið fjölgað, í kjölfar nýs samings við stjórnvöld, sem geri það mögulegt að stytta biðlista. Einnig segir Elías að meðferðin í Krýsuvík verði framvegis kynjaskipt og sérstök kvennadeild hafi verið útbúin á heimilinu.

Bjartmar lýsir yfir ánægju sinni með þessar breytingar í Krýsuvík í færslu í Facebook-hópnum Hjóladót o.fl.-Tapað, fundið, eða stolið:

„Allir þessir þjófnaðir eru eins og ég hef áður sagt nátengdir fólki með fíknivanda, sem hefur leiðst inn á þessa braut. Við getum endalaust verið að eltast við þýfi, en það mun í raun ekkert breytast af alvöru fyrr en meðferðarmál verða færð í gott lag. Það mun hafa bein áhrif á það sem við gerum hér á þessari síðu. Í fréttinni … má klárlega sjá að það er farið að rofa til í þeim málum loksins. Frábært, meira svona takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi

Stefán ekki sannfærður um lífsseiga kenningu og nefnir athyglisverð dæmi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun

Sérfræðingur segir að nýtt ofurvopn Pútíns neyði Vesturlönd til að taka afgerandi ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“

Egill hefur efasemdir um skoðanakannanirnar – „Menn ættu að varast að draga of miklar ályktanir af þeim“