fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Tímavélin – Hermenn frömdu undarlegt rán á Seltjarnarnesi

Fókus
Laugardaginn 6. júlí 2024 09:04

Frá Seltjarnarnesi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjar stundum upp gamla tíma á Facebook-síðu sinni. Nú síðast birti embættið mynd af lögregluskýrslu frá 1940 þar sem greint er frá því að hermenn hafi framið rán á Seltjarnarnesi. Það eitt og sér verður að teljast athyglisvert en það sem hermennirnir stálu vekur þó sérstaka athygli. Tilkynnt var um þjófnaðinn að morgni 8. nóvember 1940. Í skýrslunni segir:

„Föstudaginn 8/11 1940, kl. 07.45 var símað á lögreglustöðina frá Bjargi á Seltjarnarnesi og tilkynnt að þangað hefðu komið 7 hermenn og tekið þar eina tamda gæs og haft hana á burtu með sér. Ég undirritaður fór að sinna þessu ásamt lögr.þj. nr. 19 og enskum lögregluþjóni. Við leituðum að mönnunum en fundum þá ekki og heldur ekki gæsina.“

Undir skýrsluna ritaði Pálmi Jónsson lögregluþjónn.

Það kemur ekki fram í færslunni hvort málið hafi verið rannsakað frekar og hvort að gæsin eða þeir hermenn sem um ræddi hafi nokkurn tímann fundist.

Eins og flestir ættu að vita hernámu Bretar Ísland um vorið þetta ár og því kemur vart annað til greina en að um breska hermenn hafi verið að ræða. Það hefur komið fram í bókum og greinum um ár seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að aðbúnaður þeirra hermanna sem hingað komu hafi oft ekki verið upp á marga fiska. Hvort hermennirnir hafi tekið gæsina traustataki vegna kulda og svengdar skal hins vegar ósagt látið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Í gær

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco

Katrín Björk: Passar sig að gera þetta alltaf áður en hún fer í Costco
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni

Fræðsluskot Óla tölvu: Chat GPT Operator er tæknin sem getur einfaldað hversdagsverkefni