fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fókus

Unnur Stella hannar fyrir Ljósið

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlímánuði hófst á ný styrktarátak Nettó og Ljóssins og verður nú hægt að versla varning til styrktar Ljósinu í öllum verslunum Nettó. Í ár fékk markaðsteymi Ljóssins og Nettó Unni Stellu Níelsdóttur, myndlistarkonu og eiganda Start Studio, að borðinu til að hanna listaverk fyrir átakið og er afurðin m.a. einstaklega fallegur taupoki sem er til sölu í verslunum Nettó um allt land. Allur ágóðinn rennur óskiptur til endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein. Þetta er í annað sinn sem Ljósið fer í samstarf við Nettó en í fyrra söfnuðust fimm milljónir í sambærilegu átaki.

Krabbamein kemur öllum við

Ljósið byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar. Áhersla er lögð á heildræna nálgun og að veita endurhæfingu fyrir alla þá sem greinast með krabbamein, 16 ára og eldri. „Við veitum líka þjónustu við aðstandendur og það hefur Ljósið alltaf gert, því krabbamein kemur öllum við og hefur mikil áhrif,“ segir Þórhildur Sveinsdóttir, einn af iðjuþjálfum Ljóssins. „Þegar fólk kemur í Ljósið veit það að það er að fara í líkamlega endurhæfingu, það veit að það fær heilmikla fræðslu um hreyfingu, næringu, um sjálfsmyndina og álagið, en það veit kannski ekki hvað þessi jafningjastuðningur er mikils virði.“

Viðtöl við fagaðila kosta þau sem leita til Ljóssins ekki neitt og önnur þjónusta er niðurgreidd. Fólk sem greinist með krabbamein utan höfuðborgarsvæðisins getur nýtt sér fjarfundarbúnað.

Keramik er núvitund

Keramikgerð er sérstaklega vinsæl í Ljósinu og þar hafa ótrúleg listaverk orðið til. Listakonan Unnur Stella gerir einnig keramikverk og hafði hrifist af bollum sem urðu til í „leirverksmiðju“ Ljóssins.

„Þegar mér bauðst að vera partur af þessu samstarfi fannst mér það strax frábær hugmynd enda einstakur málstaður og skemmtilegt verkefni,“ segir Unnur Stella. „Mér skilst að þau hjá Ljósinu hafi hrifist af litunum í mínum verkum og þegar ég kom í fyrsta skiptið í Ljósið þá skildi ég hvernig verkin mín passa við þeirra anda. Það er eins og ljós að koma þarna inn, allt svo litríkt og hlýtt.“

Verkið hennar er af kaffihlaðborði og heitir „Skína“.

 

 

Heimilisleg stemmning

„Það eru einhverjir töfrar hér í Ljósinu. Hér eru allir jafnir, það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur. Þetta snýst hvorki um stétt né stöðu heldur skilur fólk egóið sitt eftir þegar það labbar hérna inn,“ segir Heiða Eiríksdóttir sem sinnir markaðs- og kynningarmálum fyrir Ljósið. Henni finnst Unni Stellu hafa tekist vel til við að fanga þetta andrúmsloft.

„Hún kom hérna í heimsókn og við kynntum starfsemina fyrir henni og hún gerði þetta ótrúlega fallega verk sem er alveg „spot on“ og lýsir svo mikið þessari heimilislegu, fallegu stemmningu sem er hér innanhúss.“

Dýrmætt samstarf

Ljósið er að hluta til á fjárlögum frá ríkinu fyrir hluta af launum starfsfólks, útskýrir Heiða. „Að öðru leyti treystum við á góðvild einstaklinga, fyrirtækja og alls konar félaga sem koma og styrkja starfið með alls kyns hætti. Þess vegna er verkefni eins og þetta svo ótrúlega mikilvægt og dýrmætt. Þetta fer allt beint til fólksins sem virkilega þarf á því að halda.“

Heiða segir tilvalið að bjóða upp á vörur átaksins í verslunum Nettó. „Þær er á öllu landinu sem tengist svo fallega við landsbyggðadeildina okkar í Ljósinu. Við stefnum á að láta sjá okkur í einhverjum af verslununum úti á landsbyggðunum í júlí og heilsa upp á fólkið okkar. Vonandi sjáumst við þar!“

Litríkt og hlýtt

„Ljósið er hæst á lofti í júlí. Þá eru allir á ferðinni og vantar sundpoka og spil fyrir útileguna. Ljósið vinnur gífurlega mikilvæga vinnu og við erum stolt að geta tekið þátt í þessu samstarfi með þeim og Unni Dís“, segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó. „Í fyrra gekk verkefnið vonum framar. Við söfnuðum 5 milljónum fyrir Ljósið og það var gaman að sjá að pokarnir urðu „trend“. Við erum mjög spennt að sjá hvort það sama gerist í ár.

Styrktarátak Nettó og Ljóssins hófst þann 1. júlí og varir út júlímánuð. Auk sundtöskunnar og spilsins Jenga, sem verk Unnar Stellu prýðir, rennur hluti af ágóða sölu Coop salernispappírs og Folkington’s safa í glerflöskum til Ljóssins í júlí. Vörurnar fást í Nettó um allt land og á netto.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikaranum ofbauð þegar hann mætti í partý hjá P. Diddy

Stórleikaranum ofbauð þegar hann mætti í partý hjá P. Diddy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Fyrir 4 dögum

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug

Michael Schumacher sást opinberlega í fyrsta sinn í rúman áratug