fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433

Lengjudeild karla: Mikilvægur sigur Þórsara – Markalaust í Grafarvoginum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 19:59

Strákarnir hans Sigga Höskulds unnu mikilvægan sigur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Lengjudeild karla.

Þór vann afar mikilvægan sigur á Gróttu fyrir norðan. Pétur Theódór Árnason kom gestunum yfir seint í fyrri hálfleik en heimamenn sneru taflinu við í þeim seinni. Ragnar Óli Ragnarsson jafnaði leikinn áður en Kristófer Kristjánsson kom Þórsurum yfir. Rafael Victor innsiglaði svo 3-1 sigur í restina.

Þór er nú í sjötta sæti með 13 stig, jafnmörg og Grindavík sem er sæti ofar en hefur þó spilað leik minna. Grótta er í tíunda sæti og hefur ekki unnið í sex leikjum í röð.

Fjölnir og Keflavík gerðu þá markalaust jafntefli í fremur bragðdaufum leik í Grafarvoginum.

Fjölnir er áfram á toppi deildarinnar, nú með 24 stig. Keflavík er í áttunda sæti með 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfir 25 milljarðar á borðinu fyrir fjögur ár af vinnu

Yfir 25 milljarðar á borðinu fyrir fjögur ár af vinnu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rashford á sér draum í sumar en áhuginn virðist ekki gagnkvæmur

Rashford á sér draum í sumar en áhuginn virðist ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
433Sport
Í gær

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum
433Sport
Í gær

Aston Villa að ganga frá kaupum á vonarstjörnu sem margir vildu fá

Aston Villa að ganga frá kaupum á vonarstjörnu sem margir vildu fá
433Sport
Í gær

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen