fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Kristinn Jens lagði Þjóðkirkjuna sem verður að greiða honum skaðabætur – Atvinnulaus og tekjulaus eftir að embættið var lagt niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu var kveðinn upp dómur í skaðabótamáli séra Jens Kristins Sigurþórssonar á hendur Þjóðkirkjunni. Kristinn Jens varð atvinnulaus og tekjulaus í kjölfar þess að prestakallið sem hann þjónaði, Saurbær á Hvalfjarðarströnd, var lagt niður.

Var Kristni í fyrstu boðið að taka við öðru embætti en sótti hann þá um að komast á lögmælt eftirlaun. Er þeirri beiðni var hafnað ákvað hann að þiggja boð um annað prestsembætti. En þá hafið annar aðili verið ráðinn í embættið og Kristni var tilkynnt að svar hans hefði borist of seint.

„Biskupi hefur ekki verið treystandi til að virða samninga. Ótrúlegt siðleysi, svo ekki sé meira sagt,“ sagði Kristinn er hann tjáði sig um framgöngu Agnesar M. Sigurðardóttur biskups í málinu í réttarhöldunum. Agnes bauð Kristni embætti en boðið var síðan afturkallað.

Fyrir dómi þvoði Agnes hendur sínar af málinu og vísaði ábyrgðinni til kirkjuráðs.

Dómur í málinu verður birtur á vefsíðu dómstólanna síðar í dag, en í dómsorði segir:

„Viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, Þjóðkirkjunnar, gagnvart stefnanda, Kristni Jens Sigurþórssyni, vegna þess tjóns sem hann varð fyrir sökum þeirrar ákvörðunar biskups Íslands að hafna ákvörðun stefnanda frá 2. september 2019 um að taka því boði um embætti sem fram var sett í bréfi biskups Íslands til stefnanda 7. mars 2019.“

Um var að ræða þrautavarakröfu Kristins en aðalkröfu og og varakröfu hans í málinu var hafnað. Aðalkrafa hans snerist um að skaðabótaskylda þjóðkirkjunnar yrði viðurkennd vegna þeirrar ákvörðunar að leggja niður prestakallið. Varakrafa hans snerist um skaðabótaskyldu vegna þeirrar ákvörðunar að hafna beiðni hans um að fara á lögmælt eftirlaun.

Í stuttu spjalli við DV segist Kristinn Jens vera ánægður með niðurstöðuna:

„Ég á eftir að kynna mér dóminn en fagna því að skaðabótaskylda Þjóðkirkjunnar hafi verið viðurkennd.“

Fréttinni hefur verið breytt.

Uppfært kl. 15:55

Dómur í málinu hefur verið birtur. Sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Martröðinni er lokið
Fréttir
Í gær

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur

Bankarnir hafa sópað til sín 462 þúsund milljónum í hreinar vaxtatekjur
Fréttir
Í gær

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“

Hart deilt um myndbandsupptöku Víkurfrétta af tilfinningaríkum fundi – „Ég dauðsé eftir því að hafa hlýtt því eins og hundur“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“
Fréttir
Í gær

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota

Segja „góðar sannanir“ fyrir að kínversk fyrirtæki sjái Rússum fyrir drónum til hernaðarnota
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan

Samgöngustofa segir aðgang að tilteknum sjúkraskrám nauðsynlegan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit