Myndin var boðin upp hjá Sotheby‘s uppboðshúsinu og voru það fjórir aðilar sem börðust um myndina í 10 mínútur áður en þrír gáfust upp og sáf fjórði hreppti hnossið. Sky News segir að þegar myndin var seld síðast, sem var 2001, þá hafi fengist 15 milljónir fyrir hana. Þá var aðeins búið að gefa út fjórar bækur um galdrastrákinn.
Myndin, sem var máluð af Tomas Taylor, var verðmetin á 56-84 milljónir.
Taylor var aðeins 23 ára þegar Barry Cunningham, hjá Bloomsbury bókaútgáfunni, bað hann um að mála kápumynd fyrir bókina. Taylor lauk verkinu á tveimur dögum.
Áður en myndin var seld í síðustu viku var hæsta verð, sem fengist hafði fyrir eitthvað tengt Harry Potter, 58 milljónir sem fengust fyrir fyrstu útgáfu af Harry Potter og viskusteininum.