fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Umdeilda spjallþáttadrottningin opnar sig um útskúfunina – „Það má segja margt um mig, en ég er ekki andstyggileg“

Fókus
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjallþáttadrottningin Ellen DeGeneres ákvað fyrir nokkru að hætta með vinsæla þætti sína eftir ítrekaðar ásakanir um rudda- og dónaskap. Þessar ásakanir komu frá fyrrum starfsfólki sem og nokkrum gestum sem höfðu komið í þættina.

Þessi gagnrýni gerði að verkum að Ellen fór úr því að vera hvers manns hugljúfi yfir í að vera gífurlega umdeild. Loks þoldi Ellen ekki lengur við og ákvað að segja þetta gott.

Ellen er þó ekki farin alveg úr sviðsljósinu heldur hefur snúið sér aftur að uppistandi. Nýlega var hún með sýningu í Kaliforníu þar sem hún tjáði sig um gagnrýnina.

„Það má segja margt um mig, en ég er ekki andstyggileg,“ sagði Ellen við fullan sal af áhorfendum. Ellen gekkst því við því að sumt í fari hennar gæti farið öfugt ofan í fólk.

„Ég get verið heimtufrek, óþolinmóð og ströng. Ég er sterk kona.“

Ellen hætti með þætti sína árið 2022 en þá höfðu fyrrum starfsmenn stigið fram og sakað hana um að ala á eitruðu vinnuumhverfi. Ellen segir að þetta hafi verið henni lærdómsferðalag. Hún uppgötvaði að hún var frekar lokuð og hleypti öðrum ekki auðveldlega að sér. Hún hefur nú lært að opna sig og gerir það gjarnan við áhorfendur á uppistandi hennar.

Fyrir um mánuði síðan ræddi hún um áhrif þess að vera útskúfað í Hollywood eftir að vera sökuð um eitraðan persónuleika. Hún sagðist forðast fréttir sem mála hana upp sem eitthvað skrímsli. Hún hafi sína bresti en þeir skilgreini hana ekki sem manneskju. Fólk, fjölmiðlar og aðrir þurfi að skilja að fólk hefur margar hliðar. Gagnrýnin hafi gengið nærri sjálfstrausti hennar og það tók hana nokkurn tíma að treysta sér aftur á svið. En nú er hún komin á þann stað að geta hlegið að þessu.

Hún lofar því að kafa dýpra í saumana á þessu drama með tíð og tíma, jafnvel í heilum uppistandsþætti á Netflix, en von er á slíkum í haust.

TMZ greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“

Viktor og Geiri lentu í hremmingum í Taílandi – „Þau vildu fá 120 þúsund krónur fyrir þetta“
Fókus
Í gær

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“

Móeiður tók ákvörðun um að eignast ekki börn – „Ég hef ekki fengið þessa tilfinningu en það er rosa pressa frá samfélaginu“
Fókus
Í gær

Hætt með unga kærastanum – Gott kynlíf ekki nóg til að láta samband ganga

Hætt með unga kærastanum – Gott kynlíf ekki nóg til að láta samband ganga
Fókus
Í gær

„Þetta er mjög hættulegt og fyrir ungar stelpur er þetta enn hættulegra“

„Þetta er mjög hættulegt og fyrir ungar stelpur er þetta enn hættulegra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”

,,Þessi atburður var ísköld tuska beint framan í andlitið á okkur”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna

Klaufaskapur Ólafs á íslenskri bryggju vekur athygli hjá milljónum manna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur Christinu Aguilera áhyggjufullir eftir að þessar myndir birtust

Aðdáendur Christinu Aguilera áhyggjufullir eftir að þessar myndir birtust