fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Merkur fornleifafundur í hlíð einni

Pressan
Laugardaginn 6. júlí 2024 13:00

Múmíur sem fundust í hlíðinni. Mynd:EIMAWA/MoTA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar gerðu nýlega merka uppgötvun í hlíð einni í Aswan í Egyptalandi. Þar fundu þeir rúmlega 30 fornar grafir. Þær þekja alla hlíðina og veita vísbendingar um fólkið sem bjó eitt sinn þarna en Aswan var lífleg borg þar sem mikil viðskipti voru stunduð. Hún stendur við Níl.

Live Science segir að í gröfunum séu múmíur og virðist sem heilu fjölskyldurnar hafi verið jarðsettar saman. Einnig eru kistur, pappaöskjur (gerðar úr endurunnum papírus eða efni) og fleira.

Patrizia Piacentini, fornleifafræðingur við háskólann í Mílan á Ítalíu, sagði að þetta hafi verið rík borg og íbúarnir hafi stundað viðskipti við Norður-Afríku og aðra hluta Afríku.

Fornleifafræðingar komust á snoðir um grafstæðið 2015 þegar ólöglegur uppgröftur fór fram þar. Í kjölfarið voru fornleifafræðingar fengnir til að hefja uppgröft á svæðinu og hófst hann 2019 og stýrir Piacentini verkinu en um samvinnuverkefni ítalskra og egypskra fornleifafræðinga er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar