fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
433Sport

Tár, bros og takkaskór þegar Portúgal fór áfram – Ronaldo grét en Costa var hetjan í vítaspyrnukeppni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. júlí 2024 21:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgal er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins eftir sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni en mikil dramatík var í leiknum.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en í fyrri hálfleik framlengingar fékk Portúgal vítaspyrnu. Ronaldo hágrét í hálfleik á framlengingu.

Ronaldo hafði skömmu áður klikkað á vítaspyrnu sem Diogo Jota hafði fiskað. Spyrna Ronaldo var föst en Jan Oblak varði vel frá honum. Ronaldo brotnaði niður við það.

Portúgalar voru sterkari en Pepe gerði slæm mistök í síðari hálfleik framlengingar og Benjamin Sesko slapp í gegn en lét verja frá sér. Ótrúlegt dauðafæri.

Í vítaspyrnkeppni voru Slóvenar ískaldir í byrjun og klikkuðu á þremur tveimur spyrnum sínum en Diogo Costa varði þær allir nokkuð vel. Cristiano Ronaldo skoraði úr fyrstu spyrnu Portúgals og var mikið létt.

Bruno Fernandes skoraði úr annari spyrnu liðsins og Bernardo Silva tók þriðju spyrnuna og tryggði Portúgal sigurinn.

Sigur Portúgal staðreynd og ljóst að liðið mætir Frakklandi í átta liða úrslitum á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo hefur lokið leik á EM – Frakkar unnu í vítaspyrnukeppni

Ronaldo hefur lokið leik á EM – Frakkar unnu í vítaspyrnukeppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona spáir Gary Neville byrjunarliði Englands – Foden og Saka bekkjaðir

Svona spáir Gary Neville byrjunarliði Englands – Foden og Saka bekkjaðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjóðverjar eru brjálaðir og vildu fá víti – Sjáðu myndbandið

Þjóðverjar eru brjálaðir og vildu fá víti – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varamennirnir spörkuðu heimamönnum úr leik – Ferli Toni Kroos lokið

Varamennirnir spörkuðu heimamönnum úr leik – Ferli Toni Kroos lokið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mbappe útskýrir af hverju leikstíll hans hefur breyst – Saknar Pogba

Mbappe útskýrir af hverju leikstíll hans hefur breyst – Saknar Pogba
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valur staðfestir komu Ögmundar – Frederik Schram fer eftir tímabil

Valur staðfestir komu Ögmundar – Frederik Schram fer eftir tímabil
433Sport
Í gær

Calafiori samþykkir fimm ára samning

Calafiori samþykkir fimm ára samning