fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Pressan

Augnlæknir gerir út af við langlífa mýtu – „Engar sannanir fyrir að þetta sé slæmt“

Pressan
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 08:00

Það er ekki hættulegt fyrir augun að glápa á skjáinn löngum stundum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólasveinninn er til, tannálfurinn kemur á nóttinni, bílstjóranum fipast aksturinn ef ljósið afturí er kveikt. Þetta eru nokkrar af þeim mýtum sem foreldrar nota oft til að reyna að fá börnin sín til að hegða sér skikkanlega, svona að minnsta kosti að þeirra mati.

Nýlega steig augnlæknir einn fram og gerði út af við langlífa mýtu sem margir foreldrar hafa notað þegar þeim hefur blöskrað hversu miklum tíma börnin þeirra eyða við skjáinn, sjónvarpsskjá, tölvuskjá eða símaskjá. Hafa mörg börn fengið að heyra að augu þeirra geti orðið ferköntuð ef þau eyða of miklum tíma við skjáinn.

Eftir því sem Nina Jacobsen, augnlæknir, segir þá eru engar sannanir fyrir því að það sé slæmt fyrir augun þegar við sitjum klukkustundum saman við skjáinn. „Augun geta orðið þurr, því maður blikkar sjaldnar þegar maður situr við skjá. Að öðru leyti er ekki mikil hætta sem fylgir þessu,“ sagði hún að sögn B.T.

Það getur sem sagt orðið pirringur í augunum, þig getur sviðið í þau, sjónin getur orðið þokukennd og maður getur orðið ljósfælin(n) en þetta á aðeins við á meðan setið er við skjáinn að sögn Nina. Þá sé bara að taka sér hlé frá skjánum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin

Svelti börnin sín til bana – Hélt því fram að þau væru farin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eyddi sex mánuðum í að ræða við fólk um kynlíf þess – Þar á meðal Íslendinga – „Of mikil fyrirhöfn“

Eyddi sex mánuðum í að ræða við fólk um kynlíf þess – Þar á meðal Íslendinga – „Of mikil fyrirhöfn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Engin miskunn – Taka hart á brúðarkjólum og slangri

Engin miskunn – Taka hart á brúðarkjólum og slangri