fbpx
Laugardagur 06.júlí 2024
Fókus

Ítalski folinn Fabio afhjúpar leyndarmálið – Svona heldur kyntröllið sér í fantaformi

Fókus
Mánudaginn 1. júlí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa ekki heyrt um Fabio hafa líklega ekki lesið margar auðmeltanlegar ástarsögur frá tíunda áratug síðustu aldar. Þar prýddi ítalski folinn Fabio margar bókakápurnar og vakti athygli fyrir stælta vöðva og fagran makka.

Fabio fagnaði 65 ára afmæli sínu í mars og þar með hálfnaður með sjötugsaldurinn en þykir engu að síður vera í fantagóðu formi.

Fyrirsætan hefur nú greint frá leyndarmálinu á bak við formið. Hann segist hafa haldið sér við í gegnum árin með ströngu mataræði og líkamsrækt. Hann forðast alla vímugjafa á borð við áfengi og fíkniefni og lifir heilbrigðu lífi.

„Ég á svo fallegt líf, ég er hraustur, í góðu formi, borða vel og hreyfi mig daglega,“ sagði hann í viðtali við People árið 2021. Þar tók hann fram að hann gangi þó skrefinu lengra og sefur hann í þrýstiklefa, eða hyperbaric chamber. Slíkir klefar eru notaðir í súrefnismeðferðir til að vinna til dæmis bug á kafaraveiki. Fabio er sannfærður um að þessi klefi sé að snúa við tannhjóli tímans.

Fabio sat fyrir á bókarkápu um 1.300 ástarsagna en er nú kominn á eftirlaun. Hann segir að vissulega hafi hann enn útlitið og heilsuna í að sitja aftur fyrir en til þess að fá hann í slíkt þyrfti launaseðillinn að vera höfðinglegur.

„Maður má ekki taka lífinu of alvarlega. Þeir verða vansælir aumingjar sem taka lífinu alvarlega. Höfum gaman. Hlæjum. Ég vorkenni stundum öllum þessum grínistum. Þessa daganna þurfa þeir að gæta að öllum rétttrúnaði. Ég meina lífið getur stundum verið súrt. Stundum er það fallegt. En lífið er sannleikurinn. Við megum ekki vera of viðkvæm.“

Nýlega náðust myndir af Fabio á vappi fyrir utan heimili sitt í Los Angeles og þótti hann hreinlega geisla af þrótti. Fox fréttastofan birti myndirnar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sendir skýr skilaboð í skilnaðarkrísu

Sendir skýr skilaboð í skilnaðarkrísu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeilda spjallþáttadrottningin opnar sig um útskúfunina – „Það má segja margt um mig, en ég er ekki andstyggileg“

Umdeilda spjallþáttadrottningin opnar sig um útskúfunina – „Það má segja margt um mig, en ég er ekki andstyggileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að hjónabandið hafi verið búið fyrir mörgum mánuðum

Segir að hjónabandið hafi verið búið fyrir mörgum mánuðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum

Brúðkaupið breyttist í martröð þegar gestir voru látnir standa klukkutímunum saman svangir úti í kuldanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“