fbpx
Föstudagur 05.júlí 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Krísuástand í Valhöll og Hvíta húsinu – leitað logandi ljósi að arftaka

Eyjan
Mánudaginn 1. júlí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að vart megi á milli sjá hvort örvæntingin og skelfingin sé meiri í Hvíta húsinu í Washington eða í Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík. Á báðum stöðum áttar fólk sig á því að í óefni er komið og við blasir mikill skellur.

Í Hvíta húsinu gengur nú maður undir mann viða að reyna að koma Joe Biden í skilning um að honum og Bandaríkjunum sé hollast að hann stígi til hliðar og hleypi manneskju með fullt starfsþrek að sem forsetaframbjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum. Annars blasi við sigur Trumps.

Orðið á götunni er að í Valhöll átti fólk sig almennt á því að fullreynt sé með Bjarna Benediktsson á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. Kornið sem fyllti mælinn var skoðanakönnun Maskínu í síðustu viku, sem sýndi fylgi flokksins komið niður í 14,7 prósent. Áður hafi flestir talið tölfræðilega ómögulegt að flokkurinn gæti farið niður fyrir 18-20 prósent.

Nú virðist það hins vegar vera að raungerast sem um var rætt haustið 2022, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi og fékk meira en 40 prósent atkvæða á fjölmennasta landsfundi sögunnar, þar sem flokksmaskínan beitt öllum meðulum, jöfnum sem misjöfnum, til að smala atkvæðum á fundinn fyrir Bjarna. Þá bentu stuðningsmenn Guðlaugs Þórs á að mögulega yrði þetta síðasta tækifæri sjálfstæðismanna til að spyrna við fæti og koma í veg fyrir frekari hnignun flokksins, nefnt var að öðrum kosti gæti fylgið farið niður í 15 prósent.

Vandi sjálfstæðismanna er hins vegar ekki auðleystur. Formaðurinn situr sem stendur í embætti forsætisráðherra seg flækir málin og gerir erfiðara um vik að hrófla við honum. Þá virðist enginn eftirmaður vera í sjónmáli. Lengi var talið að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, myndi taka við keflinu þegar Bjarni kýs að láta það af hendi. Hún þótti hins vegar sýna fordæmalausan dómgreindarskort er hún lokaði sendiráði Íslands í Moskvu á síðasta ári. Orðið á götunni er að valdamiklir aðilar í Sjálfstæðisflokknum aftaki með öllu að hún verði formaður flokksins.

Einhverjir hafa nefnt til sögunnar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur en orðið á götunni er að hún hafi á margvíslegan hátt sýnt fram á að hana skorti bæði dómgreind og yfirvegun og því komi hún ekki til greina sem formaður flokksins.

Guðrún Hafsteinsdóttir er talin gjóa augunum á formannsstólinn en orðið á götunni er að lítil stemning sé fyrir því meðal valdaafla í flokknum sem telji hana of reynslulitla, auk þess sem hún höfði lítt til kjósenda og ætti erfitt með að fóta sig í broddi fylkingar í kosningabaráttu.

Ýmsir telja Guðlaug Þór eina manninn í forystu Sjálfstæðisflokksins sem gæti vandræðalaust stigið inn sem formaður. Hann hafi bæði þá reynslu og vigt sem nauðsynleg sé í þetta hlutverk. Orðið á götunni er hins vegar að ólíklegt sé að Guðlaugur Þór muni láta til leiðast að taka við formennsku. Tækifæri flokksmanna til að kalla hann til forystu hafi verið fyrir tveimur árum en standi ekki til boða lengur.

Orðið á götunni er að þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson sé nú álitinn vandræðagripur sem allt bendi til að muni leiða Sjálfstæðisflokkinn í sinn dýpsta dal í næstu þingkosningum séu engar líkur á að skipt verði um formann fyrir kosningar. Ástæðan sé sú að mannvalið í flokknum sé svo fátæklegt að enginn arftaki sé í sjónmáli.

Orðið á götunni er að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins skemmti sér konunglega yfir vandræðaganginum í Valhöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bjarni hlýtur lof fyrir ræktun

Bjarni hlýtur lof fyrir ræktun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Pólitískur gereyðingarmáttur Íhaldsins

Svarthöfði skrifar: Pólitískur gereyðingarmáttur Íhaldsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Frelsi listamanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir“

„Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta tvennt skiptir einkum máli fyrir andlega heilsu Brynjars – „Finn fyrir kvíðaverkjum“

Þetta tvennt skiptir einkum máli fyrir andlega heilsu Brynjars – „Finn fyrir kvíðaverkjum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur