fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2024 09:03

Joe Biden Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chandler West, fyrrverandi ljósmyndari Hvíta hússins, segir að tími Joe Biden Bandaríkjaforseta sé liðinn. Mikið hefur rætt og ritað um frammistöðu Bidens í kappræðum við Donald Trump sem fram fóru í síðustu viku þar sem forsetinn var hás og svaraði hikandi.

Chandler West starfaði sem ljósmyndari í Hvíta húsinu, meðal annars í núverandi forsetatíð Bidens, og tjáði hann sig um stöðu mála á Instagram um helgina.

Í færslunni sagði hann meðal annars:

„Það er kominn tími fyrir Joe Biden að stíga til hliðar. Ég þekki margt af þessu fólki hg hvernig Hvíta húsið starfar. Þau munu segja að þetta hafi verið „kvef“ eða að forsetinn hafi ekki átt sinn „besta dag“ en í vikur og mánuði hafa þau öll séð það sem við sáum í gærkvöldi – Joe er ekki eins sterkur og hann var fyrir nokkrum árum síðan.“

Þrýst hefur verið á Demókrata að skipta Joe Biden út og finna nýtt forsetaefni og hefur Kamala Harris varaforseti verið nefnd í því samhengi. Telja margir að ef fer sem horfir muni Biden ekki eiga möguleika gegn Donald Trump í kosningunum sem fram fara í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför