fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Biden ákveðinn í að halda áfram en stórir styrktaraðilar hafa miklar efasemdir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. júní 2024 11:15

Joe Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden var vígreifur á fundi með stuðningsfólki sínu í Norður-Karólínu í gær og sagðist myndu vinna forsetakosningarnar gegn Donald Trump í október. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að hann væri ekki ungur maður lengur. „Ég geng ekki eins auðveldlega og áður og er ekki eins góður í kappræðum og ég var,“ sagði forsetinn en sagði síðan: „En ég veit það sem ég veit, ég veit hvernig á að segja sannleikann og ég veit hvernig á að vinna þetta starf.“

Hörmungarframmistaða Biden í sjónvarpskappræðum forsetaframbjóðendanna á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli. Þar var Biden vægast sagt óskýr í allri sinni framgöngu og Trump þurfti lítið að hafa fyrir því að rúlla þessum kappræðum upp. Biden virkaði stundum gjörsamlega úti á þekju og frammistaða hans veldur skelfingu í herbúðum demókrata.

Sjá einnig: Forsetinn sagður hafa klúðrað kappræðunum stórkostlega – „Hann virkaði eins og forngripur“

BBC greinir frá því að efasemdir sé á meðal stórra styrktaraðila forsetans um framgöngu hans. Er haft eftir einum að það eina sem hefði getað gert frammistöðu hans í kappræðunum verri hefði verið að hann hefði dottið fram af sviðinu. Umræðan um að Biden stígi til hliðar og nýr frambjóðandi komi í hans stað er í fullum gangi innan demókrataflokksins en engin lausn er í sjónmáli.

Sumir benda þó á að forsetakosningarnar tapist ekki í einum kappræðum. Barack Obama, fyrrverandi forseti, segir í tísti á X að slæmar kappræður séu eitthvað sem geti komið fyrir. Eftir sem áður séu þessar kosningar val á milli manns sem hefur barist fyrir hag venjulegs fólks alla ævi og manns sem eingöngu hugsar um eigin hag.

Ekkert áþreifanlegt hefur komið fram sem bendir til þess að demókratar muni ryðja Biden úr vegi á næstunni. Þeir hafa hins vegar miklar áhyggjur af stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján svarar Gauta fullum hálsi og sakar hann um orðhengilshátt og útúrsnúninga – Eiríkur blandar sér í umræðuna og segir kæru Kristjáns út í hött

Kristján svarar Gauta fullum hálsi og sakar hann um orðhengilshátt og útúrsnúninga – Eiríkur blandar sér í umræðuna og segir kæru Kristjáns út í hött
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veðurspá fyrir júlí gefin út

Veðurspá fyrir júlí gefin út