Riðlakeppni EM í Þýskalandi var rækilega gerð upp í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Þar fengu þeir Helgi Fannar og Hrafnkell Freyr lögfræðinginn og hlaðvarpsstjörnuna Jóhann Skúla Jónsson í heimsókn.
Slóvakar eru komnir í 16-liða úrslit og mæta þar Englendingum. Liðið hafnaði í þriðja sæti síns riðils.
„Þegar ég sat á Laugardalsvelli í júní í fyrra og horfði á Ísland-Slóvakíu þá bjóst ég nú ekki við því að sjá þetta lið í 16-liða úrslitum EM en hér erum við,“ sagði Helgi og á þar við 1-2 tap Íslands gegn Slóvakíu í undankeppni EM.
„Þeir eru bara með helvíti fínt lið. Þegar þeir liggja djúpt geta þeir verið ansi öflugir,“ sagði Hrafnkell.
Umræðan í heild er í spilaranum.