fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fréttir

Skattsvikara meinað að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í einkahlutafélögum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. júní 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmanni hefur verið meinað að vera skráður sem framkvæmdastjóri, stjórnarmaður og prókúruhafi í tilteknum félögum eftir að hann hlaut dóm í fyrra fyrir skattalagabrot.

Það var í ágúst árið 2022 sem fyrirtækjaskrá barst ábending um að stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi í ónefndum félögum hafi verið sakfelldur fyrir skattalagabrot í héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtækjaskrá krafðist þess í kjölfarið að viðkomandi segði sig úr stjórn og framkvæmdastjórn og afturkallaði prókúru sína. Fékk hann 14 daga frest til að breyta skráningu félaganna sinna sjálfur annars myndi fyrirtækjaskrá gera það.

Maðurinn mótmælti. Hann hefði verið sakfelldur fyrir eigin persónuleg skattamál, en ekki fyrir brot sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi í atvinnurekstri. Því þyrfti hann ekki að sætta sig við að missa hæfi til að sitja í stjórn eða fara með prókúru.

Fyrirtækjaskrá tók ekki tillit til mótmælanna. Maðurinn hefði verið sakfelldur fyrir sjálfstæða starfsemi og ekki sé hægt að líta öðruvísi á en að sjálfstæð starfsemi sé atvinnurekstur.

Fyrirtækjaskrá tilkynnti í kjölfarið að maðurinn uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um einkahlutafélög til að fara með framangreind hlutverk í félögunum og því voru hlutverkin afskráð úr fyrirtækjaskrá.

Þetta kærði maðurinn til menningar- og viðskiptaráðuneytis. Hann benti á að hann hafi verið sakfelldur fyrir að hafa í nokkur skipti ekki gefið upp rétt til skatts greiðslur sem hann hlaut sem verktaki. Eins fyrir að hafa farið rangt með leigugreiðslur sem hann fékk og hafa láðst að geta þeirra á skattframtali.

Þetta eigi ekki að leiða til þess að hann hafi ekki hæfi lengur til að vera stjórnarmaður í skráðu félagi. Eins hafi verið um óverulegar fjárhæðir að ræða.

Ráðuneytið rakti að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar þurfa að vera lögráða, fjár síns ráðandi og mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað á síðustu þremur árum, í tengslum við atvinnurekstur. Þetta sé nýmæli sem var sett til að herða almenn hæfnisskilyrði og þannig stöðva einstaklinga sem hafi farið ógætilega með rekstur sinn. Hér skipti þó máli hvort brot eða gjaldþrot hafi átt sér stað í tengslum við atvinnurekstur.

Ráðuneytið rakti að hugtakið atvinnurekstur sé ekki skilgreint með beinum hætti í lögum. En héraðsdómur hafi í máli mannsins litið á því að brot hans hafi farið framin í sjálfstæðri starfsemi og slíkt bendi til þess að um atvinnurekstur sé að ræða, enda hafi manninum borið að skila inn virðisaukaskatt sem hann gerði ekki.

Ákvörðun fyrirtækjaskrá var því staðfest og maðurinn fær ekki að vera stjórnarmaður, framkvæmdastjóri eða prókúruhafi í þessum ónefndu félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“

Stefán lætur Gunnar Smára heyra það og kallar hann „einkaþotuafætu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda

Ekki öll nótt úti enn fyrir Zúista-bræður – Voru sakaðir um að hagnýta sér ranga hugmynd íslenskra stjórnvalda