Á ensku er það kallað „underboob“ og hafa sumir lauslega þýtt það sem „undirtúttan“.
Sjá einnig: Undirtúttan tekur við af brjóstaskorunni í sumar
Fólkið sem tekur þátt í þessari tískubylgju þarf að hafa óbilandi trú á flíkinni sem það klæðist að ofan, þar sem það þarf yfirleitt mjög lítið til að eitthvað fari úrskeiðis og það sýni óvart meira en það ætlaði sér.
Margar stjörnur hafa fylgt trendinu undanfarið en eftir að samfélagsmiðlastjarnan Emma Chamberlain og söngkonan Katy Perry klæddust „undirtúttu“-flíkum í tískuvikunni í París þá greina erlendir miðlar frá því að trendið sé að koma til baka, og það af krafti.
Chamberlain, 23 ára, er vinsæl samfélagsmiðlastjarna, hlaðvarpstjórnandi og eigandi fyrirtækisins Chamberlain Coffee.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
Hún klæddist rauðum kjól frá Rick Owen og er óhætt að segja að útlit hennar það kvöld hafi gjörsamlega slegið í gegn hjá aðdáendum.
Katy Perry vakti athygli þegar hún gekk í tískusýningu Vogue síðustu helgi en kjóllinn, frá Noir Kei Ninomiya, skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.