fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fókus

Óttast að enginn karlmaður muni kæra sig um hana þar sem hún sé „ósöluvæn“

Fókus
Fimmtudaginn 27. júní 2024 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Shannen Doherty er kvíðin fyrir því að byrja aftur að leita að ástinni. Hún er greind með fjórða stigs krabbamein og líklega muni það fæla vonbiðla frá að hún sé mögulega dauðvona.

„Ég held að það sé erfitt fyrir manneskju eins og mig því það er erfitt að byrja í sambandi þegar þú veist að það er gæti líklega verið mjög tímabundið,“ sagði leikkonan í samtali við hlaðvarpið Let’s Talk Off Camera.

„Ég held að karlmenn eigi erfitt með að takast á við dauðann og veikindi – flestir menn það er að segja. Ég vil ekki alhæfa neitt og segja að allir karlmenn eigi erfitt með þetta – en þeir eiga þó gjarnan erfiðara með að takast á við slíkt heldur en konur. Ég er ekki söluvæn“

Leikkonan sagðist þó alltaf vera að leita að honum eina rétta. Það sem hún hafi lært í gegnum tíðina er hvaða eiginleikum hún leiti ekki að. Nú t.d. sé hún vakandi fyrir því hvort að menn sýni algeng rauð flögg. Hún hafi hreinlega ekki tíma til að takast á við slíkt.

Doherty er nú að skilja við eiginmann sinn, ljósmyndarann Kurt Iswarienko, sem var henni ótrúr rétt áður en hún þurfti að gangast undir erfiða heilaskurðaðgerð í fyrra.

„Ég fór í aðgerð snemma um morgun og það eftir að ég komst að því að hjónabandi mínu væri svo gott sem lokið, að maðurinn minn hafði haldið framhjá mér í tvö ár,“ sagði leikkonan í viðtali fyrir nokkru þar sem hún tók fram að hún hafi meinað manni sínum að fylgja sér í aðgerðina eftir þessi sáru svik.

Doherty hefur nú sakað mann sinn um að draga skilnað þeirra á langinn í von um að hún hrökkvi upp af svo hann sleppi við að borga henni framfærslulífeyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“

Baráttukonan Margrét um glímuna við MS-sjúkdóminn og áfallið sem hjónaskilnaðurinn var – „Þetta var á versta tíma lífs míns“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsstellingin sem latar konur elska

Kynlífsstellingin sem latar konur elska
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkona opinberar að dóttir hennar hefur greinst með POTS – En hvað er POTS?

Leikkona opinberar að dóttir hennar hefur greinst með POTS – En hvað er POTS?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Verð á strætómiða til Hafnar í Hornafirði vekur furðu – „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár“ 

Verð á strætómiða til Hafnar í Hornafirði vekur furðu – „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“

Sara Miller breytir útlitinu – „Hver er þetta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“