fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Lengjudeild karla: Aftur tapaði Afturelding – Breytingar á botninum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júní 2024 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum leikjum er nýlokið í Lengjudeild karla.

Afturelding tapaði öðrum leik sínum í röð. Liðið tók á móti Fjölni í kvöld en Axel Freyr Harðarson gerði eina markið í 0-1 sigri gestanna. Mosfellingar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig, 9 stigum á eftir Fjölni sem er í öðru sæti.

Þór lyfti sér upp úr fallsæti með öruggum 1-3 sigir á Dalvík/Reyni. Elmar Þór Jónsson, Sigfús Fannar Gunnarsson og Alexander Már Þorláksson gerðu mörk Þórs en Borja Lopez Laguna skoraði fyrir Dalvíkinga. Þór er í níunda sæti með 9 stig, 2 stigum meira en Dalvík/Reynir sem er komið í fallsæti.

ÍR vann annan leik sinn í röð með sigri á Gróttu. Arnar Daníel Aðalsteinsson í liði Gróttu var rekinn út af snemma leiks en þrátt fyrir það skoruðu heimamenn fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Það gerði Tómas Orri Róbertsson. Breiðhyltingar sneru dæminu hins vegar við með þremur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. Þau gerðu Bergvin Fannar Helgason, Bragi Karl Bjarkason og Guðjón Máni Magnússon. ÍR er í fimmta sæti með 12 stig en Grótta í áttunda með 10 stig.

Loks vann Leiknir 3-1 sigur á Þrótti og liðið þar með komið upp úr fallsæti. Jón Hrafn Barkarson, Shkelzen Veseli og Omar Sowe gerðu mörk liðsins í kvöld en Jorgen Pettersen skoraði mark Þróttar. Leiknir er í tíunda sæti með 9 stig en Þróttur á botninum með 6 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina