fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Fréttir

Ragnar skjálfti látinn

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. júní 2024 20:17

Mynd: Skjáskot Stöð2/Vísir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Kristján Stefánsson jarðskjálftafræðingur er látinn, 85 ára að aldri. Ragnar lést í gær á Landspítalanum. Ragnar var einn helsti jarðskjálftafræðingur þjóðarinnar, og landsþekktur sem slíkur, og fékk þannig gælunafnið Ragnar skjálfti.

Árið 2022 gaf hann út bókina Hvenær kemur sá stóri?, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Í bókinni gerir hann grein fyrir þróun jarðskjálftafræðanna  og fer yfir jarðskjálftasögu Íslands allt frá miðöldum og til síðustu ára. Bókin er byggð á rannsóknum og ævistarfi Ragnars.

Ragnar var einnig þekktur fyrir félagsstörf, hann var meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs árið 1999 og formaður samtakanna Landsbyggðin lifi á árunum 2003-2008, auk fleiri trúnaðar- og félagsstarfa.

Ragnar skilur eftir sig eiginkonu, Ingibjörgu Hjartardóttur, börn, barnabörn og barnabarnabörn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden

Ljósmyndari Hvíta hússins leysir frá skjóðunni um Joe Biden
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna

Óeðlilega há dánartíðni meðal ungs fólks – Telja að eftirköstum COVID-19 sé um að kenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“